Daugters' Association of Former Vice Presedents of United States of America

Þórunn Aðalheiður, dóttir Al Gores, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og hugsanlega réttkjörins forseta áður en Hæstiréttur landsins dæmdi hann ekki kjörinn, fyrrverandi stjórnarformans Apple tölvufyrirtækisins, sem hingað til hefur verið leiðandi í tölvuiðnaðinum, fyrrvereandi baráttumannino gegn loftmengun og gróðurhúsaáhrifum, fyrrverandi hönnuði intrnetsins, sagði ... (nú er ég búinn að tapa þræðinum) ...

Ahem, okei, nú man ég hvað ég ætlaði að segja. Dóttir þessa margfræga fyrrverandi lét sér það um munn fara fyrir nokkrum dögum að réttast væri að loka internetinu. Ástæðan er einfaldlega sú að internetið er ein slakasta uppfinning pabba hennar. Sem kunnugt er fattaði Gore upp á netinu einhvern tímann eftir að það var komið í almenna notkun.

Dætur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna hafa með sér samtök sem nefnast á enskri tungu Daugters' Association of Former Vice Presedents of United States of America, skammstafað DAFVPUSA. Þau álykta um þarfleg málefni þessa víðlenda ríkis. 

„Ég myndi vilja sjá Obama forseta krefjast þess af íslenskum stjórnvöldum að internetinu verði lokað. Ég myndi vilja sjá hann grípa til aðgerða til að loka netinu sjálfur ef Íslendingar gerðu það ekki. Ég myndi líka vilja sjá Íslendinga ákærða og að sjálfsögðu bannað að heimsækja Bandaríkin aftur,“ sagði dóttirin í viðtalinu. 

 

Þá sagði hún augljóst að Íslendingar væru með netnotkun sinni að hjálpa al Qaeda og vel gæti verið að hann bæri þannig ábyrgð fóstureyðingum í Alabama. 

Rojter segir að Bandaríkjaforseti álítið nú Ísland alvarlega ógn við öryggi Bandaríkjamanna og hyggst senda her tveggja mann til að taka landið yfir.


mbl.is Vill loka fyrir Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Hún er nú ekki betur gefin en svo að hún veit ekki að Ísland hefur ekkert með Wikileaks að gera, landið hýsir ekki Wikileaks, síðan er vistuð í Svíþjóð og Þýskalandi.

Sævar Einarsson, 2.8.2010 kl. 12:45

2 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Einmitt. Hvernig er hægt að taka þessu öðruvísi en svona létt. Skemmtileg samtökin. :)

Hafþór Baldvinsson, 2.8.2010 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband