Spölur ţarf ađ taka sig á í almannatengslum

Spölur á í vanda. Í marga daga hafa fréttatímar og fjölmiđlar veriđ uppfullir af neikvćđum fréttum um fyrirtćkiđ og starfsemi ţess. Forsvarsmenn ţess bregđast seint og illa viđ. Viđbrögđ ţeirra eru týnd í verslunarmannahelginni og eftir stendur slćmt orđspor.

Núna birtist löng og ítarleg sjálfsvörn fyrirtćksins, greinilega samin af forstjóra, gjaldkera og hliđverđi, ţ.e. fólkinu sem virđist ekki kunna til verka. Í mörgum orđum er fyrirtćkiđ variđ og enginn hefur bent ţessum forráđamönnum á ađ fréttatilkynningin á ađ vera stutt. 

Nú ţegar hefur Spölur beđiđ lćgri hluti í áróđursstríđi. Fréttatilkynningin breytir engu ţar um. Afleiđingin verđur ţó ekki sú ađ fólk hćtti ađ aka göngin. Miklu frekar ađ hrćđsla vakni og umrćđan í ţjóđfélaginu um Spöl verđi framvegis neikvćđ.

Margt er viđ fréttatilkynningu Spalar ađ athuga:

 

  1. Hún er of löng - allt of löng
  2. Ráđist er á verkefnisstjóra EuroTap og gert lítiđ úr honum, slćmt ađ skjóta „sendibođann“
  3. Fullyrđingar eru settar fram um ágćti viđbragđsáćtlunar sem ţá eru ţvert á skođun EuroTap
  4. Mörg önnur göng eru svipuđ eđa verri. Ţetta ţykir slök fullyrđing, jafnvel ţó rétt sé
  5. Spölur felur sig á bak viđ reglugerđir og verkáćtlanir. Ţađ dugar ekki í svona slysi
  6. Í ellefu liđum ber Spölur fyrir sig margvíslegar réttlćtanir, enga sök
  7. Spölur felur sig á bak viđ orđrćđu eins og „ábyrgđalaust tal“ en ber ekki fyrir sig rök

 

Allir sem fariđ hafa um Hvalfjarđagöng vita ađ ţar er pottur brotinn. Lýsingin er afar slćm, loftrćstingin er léleg, göngin eru mjög ţröng og svo má lengi telja. Og núna hugsar margir si svona: Guđ minn góđur, hvađ gerist verđi alvarlegt slys á háannatíma.

Vilji Spölur ná til almennings verđur fyrirtćkiđ, rétt eins og önnur fyrirtćki, ađ bregđast hratt viđ gagnrýni, forđast málalengingar, sýna ákveđna auđmýkt og ekki síst ákveđa ađ vera fljótari međ úrbćtur en verkáćtlun segir til um. Fyrirtćkiđ má ekki lenda í vandrćđum vegna slćmra almannatengsla.

Ég fer mjög oft um göngin. Undrast ţađ oftsinnis hversu alúđlegir og ţćgilegir starfsmennirnir eru.

Eitt sinn bilađi bíll minn í miđjum göngunum. Ţá vissi ég nákvćmlega ekkert hvađ ég ćtti ađ gera og vćri ţar eflaust enn ef lögreglumađur á bíl sínum hefđi ekki bjargađ mér. 


mbl.is Athugasemdir viđ jarđgangaúttekt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband