Spölur þarf að taka sig á í almannatengslum

Spölur á í vanda. Í marga daga hafa fréttatímar og fjölmiðlar verið uppfullir af neikvæðum fréttum um fyrirtækið og starfsemi þess. Forsvarsmenn þess bregðast seint og illa við. Viðbrögð þeirra eru týnd í verslunarmannahelginni og eftir stendur slæmt orðspor.

Núna birtist löng og ítarleg sjálfsvörn fyrirtæksins, greinilega samin af forstjóra, gjaldkera og hliðverði, þ.e. fólkinu sem virðist ekki kunna til verka. Í mörgum orðum er fyrirtækið varið og enginn hefur bent þessum forráðamönnum á að fréttatilkynningin á að vera stutt. 

Nú þegar hefur Spölur beðið lægri hluti í áróðursstríði. Fréttatilkynningin breytir engu þar um. Afleiðingin verður þó ekki sú að fólk hætti að aka göngin. Miklu frekar að hræðsla vakni og umræðan í þjóðfélaginu um Spöl verði framvegis neikvæð.

Margt er við fréttatilkynningu Spalar að athuga:

 

  1. Hún er of löng - allt of löng
  2. Ráðist er á verkefnisstjóra EuroTap og gert lítið úr honum, slæmt að skjóta „sendiboðann“
  3. Fullyrðingar eru settar fram um ágæti viðbragðsáætlunar sem þá eru þvert á skoðun EuroTap
  4. Mörg önnur göng eru svipuð eða verri. Þetta þykir slök fullyrðing, jafnvel þó rétt sé
  5. Spölur felur sig á bak við reglugerðir og verkáætlanir. Það dugar ekki í svona slysi
  6. Í ellefu liðum ber Spölur fyrir sig margvíslegar réttlætanir, enga sök
  7. Spölur felur sig á bak við orðræðu eins og „ábyrgðalaust tal“ en ber ekki fyrir sig rök

 

Allir sem farið hafa um Hvalfjarðagöng vita að þar er pottur brotinn. Lýsingin er afar slæm, loftræstingin er léleg, göngin eru mjög þröng og svo má lengi telja. Og núna hugsar margir si svona: Guð minn góður, hvað gerist verði alvarlegt slys á háannatíma.

Vilji Spölur ná til almennings verður fyrirtækið, rétt eins og önnur fyrirtæki, að bregðast hratt við gagnrýni, forðast málalengingar, sýna ákveðna auðmýkt og ekki síst ákveða að vera fljótari með úrbætur en verkáætlun segir til um. Fyrirtækið má ekki lenda í vandræðum vegna slæmra almannatengsla.

Ég fer mjög oft um göngin. Undrast það oftsinnis hversu alúðlegir og þægilegir starfsmennirnir eru.

Eitt sinn bilaði bíll minn í miðjum göngunum. Þá vissi ég nákvæmlega ekkert hvað ég ætti að gera og væri þar eflaust enn ef lögreglumaður á bíl sínum hefði ekki bjargað mér. 


mbl.is Athugasemdir við jarðgangaúttekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband