ESB býr til stöðu gegn andstöðu

ESB ætlar sér ekki að hleypa Íslandi inn í sambandið. Ástæðan er hatrömm andstaða hér innanlands. Nú leitar það að öllum mögulegum röksemdum til að láta viðræðurnar stranda á. Ríkisábyrgðin á innistæðutryggingakerfinu er aðeins ein af mörgum. Hvalveiðarnar eru önnur ástæða, sjávarútvegsmálin verða áreiðanlega þar til viðbótar og líklega skortur á innleiðingu laga og reglna um notkun múlasna.

Og af hverju skyldu stjórnarherrarnir í Brussel haga sér svona? Jú þeir ætla sér ekki að láta hafna sér. Þeir vilja vera fyrri til og því reyna þeir allt hvað þeir gera til að skapa sér stöðu. Skyldi íslenskri þjóð vera sama, nema auðvitað utanríkisráðherranum.


mbl.is Ekki voru gerðar athugasemdir við innleiðingu kerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finst Andsinnaðir vera farnir að endurtaka sig. Það er náttúrulega ekki hægt að kommentera á þetta bull. Komdu með eitthvað bitastætt næst. Reyndu til dæmis að vera skemmtilegur.

Gísli Ingvarsson, 29.7.2010 kl. 09:02

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir álit og ábendingu, Gísli.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.7.2010 kl. 09:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða vitleysa, mér finnst þú oftast skemmtilegur Sigurður.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 10:18

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kemur of seint, Guðmundur. Gísli eyðilagði daginn fyrir mér - jafnvel árið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.7.2010 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband