Grundvallarumræða um þjóðfélagsgerð
28.7.2010 | 08:43
Uppruni þessa fólk sem nú stendur að ríkisstjórninni leynir sér ekki. Hann á rætur sínar í öfgafullri vinstri stefnu sem hefur að markmiði að útiloka einkarekstur og halda uppi fornum merkjum sameignar. Þetta er fólkið sem ber á tyllidögum fyrir sig lýðræðið en nú treystir það hvorki samborgurum sínum fyrir rekstri orkufyrirtækja né eignaraðild að þeim.
Þetta kemur svosum ekkert á óvart. Það er ekki eins og Vinstri grænir og stór hluti Samfylkingarinnar hafi beinlínis villt á sér heimildir þó nöfnin séu önnur en forðum daga.
Ansi mun nú vera fróðlegt að sjá hvort eignarhald á litlum raforkuvirkjunum verði afnumið og þær ríkisvæddar. Skyldu verða lög sett gegn nýtingu á orku til einkanota, t.d. jarðhita, vatnsafli, sólarorku o.s.frv. Ég var í Reykjarfirði á ströndum um síðustu helgi. Þar er mikill jarðhiti sem nýttur er mjög skynsamlega af þeim aðilum sem þar eiga land.
Hér er komið að grundvallarumræðum um þjóðfélagsgerðina sem leiðir að þessum mikilvægu spurningum:
- Er ríkið betri rekstraraðili en einkaaðilar?
- Er sá hvati sem felst í hagnaði slæmur?
- Og ætla menn enn að halda því fram að þeir glæpir sem framdir voru í aðdraganda bankahrunsins séu vegna einkareksturs?
Ríkið ráði yfir orkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held að við verðum að segja að ríkið sé betri rekstraaðili á auðlindum landsins
Já, því miður býður hagnaðarvon uppá að farnar séu leiðir sem hámarka hagnað en horfir ekki á þarfir viðskiptavina fyrirtækis. ótal dæmi sýna þetta. TD Baugur, Fl Group.etc
Auðvitað ! Bankarnir hefðu aldrei hagar sér einsog þeir gerðu í ríkiseign að hluta eða 100%
Birgir Örn Guðjónsson, 28.7.2010 kl. 11:07
Köllum þetta sínum réttu nöfnum Siggi: Kommúnistarnir hafa komist til valda. Fyrir utan misnotkun á hugtökunum mannréttindi og lýðræði, sem þeim eru afar hugleikin mun aukin áhersla lögð á "almenningseign" og "þjóðareign" og alls konar ímyndaða "almannahagsmuni". Og engin hætta er á öðru en að þjóðin muni taka heilshugar undir vitleysuna um það að orkuauðlindir megi alls ekki komast í eigu útlendinga, jafnvel þótt útlendingum standi slíkt ekki til boða. Á köflum virðast því engin takmörk sett hvað hægt er að fífla sæmilega upplýsta þjóð.
Gústaf Níelsson, 28.7.2010 kl. 21:16
Sástu fréttir Sjónvarps í kvöld? Önnur fréttin var einræða Ögmundar Jónassonar þar sem hann fékk að prédika stjórnmálaskoðanir sínar gagnrýnislaust af hálfu fréttarmanns. ErR sú tíð liðin að fréttamenn geti verið „The Devil's Advocate“ þegar engar eru andstæðar skoðanirnar?
Samt er þetta ansi vel samin og útfærð PR flétta hjá VG og hún hefur náð árangri. Ekki um annað rætt i þjóðfélaginu. En niðurstaðan er hvorki fugl né fiskur sé litið framhjá niðurlægingu Samfylkingarinnar.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.7.2010 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.