Ólíkar aðstæður nú og þá

Að mörgu leyti eru aðstæður núna afar ólíkar þeim fyrir einu og hálfu ári. Afleiðingar hrunsins eru komnar fram og snerta pyngju hvers einasta Íslendings. meira er í vændum ef áætlanir fjármálaráðuneytisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stótrauknar skattahækkanir ná fram að ganga.

Í svokallaðri búasáhaldabyltingu urðu til margar hetjur og sumar þeirra náðu að komast í ráðherrastóla og á þing. Engin af þeim hefur staðið undir væntingum.

Þar má fremstan telja Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann leggst eindregið gegn dómi Hæstaréttar Íslands sem vill dæmt hefur gengistrygginguna ógild. Hann vill breyta niðurstöðum dómsins og bæta fjármögnunarfyrirtækjunum þann skaða sem þau verða fyrir með óbreyttum dómi.

Hinar hetjurnar sitja í ríkisstjórn sem engu afrekar nema bann við súlustripli, bann við notkun ljósabekkja og töfum á uppbyggingu atvinnulífsins.

Því miður virðist stjórnarandstaðan ekki hafa nýtt tíma betur en ríkisstjórnin. Ef til dæmis Sjálfstæðisflokknum væri nokkur alvara í sínu starfi hefði hann kallað saman alla þá bestu menn og konur til tillögugerðar í efnahags- og atvinnumálum.

Nú er þörf á New Deal, nýjum aðgerðum sem byggja upp von og trú til framtíðar þvert á móti því sem ríkisstjórnin býður upp á. Aðalatriðið er að eyða atvinnuleysi í landinu. Það er hin mesta skömm sem hvílir á Alþingi, meirihluta og minnihluta.


mbl.is Endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband