Hvað ógnaði stöðugleikanum fyrir gengisdóminn?

Stundum er nauðsynlegt að skoða málin frá gangstæðum sjónarhól. Sé frétt mbl.is um „matsfyrirtækið“ rétt væri forvitnilegt að fyrirtækið skoðaði þær afleiðingar sem gengistryggðu lánin höfðu á kjör almennings og fyrirtækja.

Það getur einfaldlega ekki verið gott fyrir efnahag þjóðarinnar að eignamyndun almennngs sé nákvæmlega engin á stærstum hluta afborgunar bílalána og stórum hluta íbúðarlána.

Þessi staða hefur m.a. eyðilagt markað fyrir bíla og atvinnutæki, bæði ný og notuð, fasteignamarkaðinn er í molum, eðlileg endurnýjun á ökutækjum hefur tafist, litlar sem engar nýframkvæmdir eru til í þjóðfélaginu, litlu og meðalstóru verktakarnir sitja flestir auðum höndum og svo má lengi telja. Þessu til viðbótar má nefna gríðarlegt atvinnuleysi vegna þessara ónýtra markaða.

Fitch Ratings sagði ekki nokkurn skapaðan hlut þegar þetta gerðist. Hafði þó ýmsar skoðanir á bankahruninu og efnahagsástandinu. Ekki nefndu þeir að gangislánin í kjölfar hrunsins myndu seinka efnahagsbatanum. 

Vandinn er bara sá að þessi Paul Rawkins og aðrir spekúlantar horfa á efnahagsmál í gengnum Excelskjöl og fyrirframuppsett módel sem miðast við stórþjóðirnar. Ummæli þeirra hafa sáralítið að segja um stöðu efnahagsmála hér innanlands enda getur varla verið að þekking þeirra risti svo djúpt að þeir skilji aðstæður öðruvísi en í gegnum greiningartækin. Þeir höfðu engar áhyggjur af gengislánunum þó þau ætu allar eignir upp og skiluði ekki einni einustu krónu í eignamyndun. Mér er það stórlega til efs að þeir skili út á hvað gengistrygging eða verðtrygging gengur.

Stöðugleikinn í íslenska fjármálakerfinu og efnahagsmálum þjóðarinnar byggist á þeirri einföldu staðreynd að eignamyndun almennings sé fyrir hendi. Þjófnaður gegnislánanna var ekki jafn mikið vandamál fyrr en halla tók undan fæti síðla árs 2007 og upphafi 2008. Það getur maður séð núna. Hins vegar heitir þetta þjófnaður engu að síður skv. dómi Hæstaréttar.

Gengislánin áttu stóran þátt í að eyðileggja íslenskt efnhagaslíf frá því fyrir hrun og fram að dómi Hæstaréttar. 


mbl.is Dómar Hæstaréttar ógna stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Alveg er þetta orðrétt sem þú segir.

Þessir menn skilja ekki útá hvað verðtrygging gengur og hvernig í ósköpunum ættu þeir þá að skilja íslensk efnahaglíf með þessar þjófnaðarálögur á fólkinu..???? (verðtrygging)

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.7.2010 kl. 10:04

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér sýnist Fitch enn einu sinni ekki vera með réttar upplýsingar.  Fyrir það fyrsta, þá hefur verið gríðarlegur óstöðugleiki í íslensku efnahagslífi frá 2003.  Ástandið núna er vissulega verra en á fyrstu árunum frá 2003, en dómar Hæstaréttar var fyrsta tilraun til að koma á stöðugleika og láta hina miklu eignaupptöku ganga til baka hvað varðar gengistryggð lán.  Eignaupptaka varðandi verðtryggð lán er ennþá óbætt.  En blessaðir "sérfræðingarnir" hjá Fitch, sem gáfu verðlitlum pappírum AAA stimpil fyrir ekki mörgum árum, eru hér greinilega að ganga erinda kröfuhafa, sem voru greinilega búnir að gera einhverja leynisamninga við Steingrím J og Gylfa um það að fá hlutdeild í framtíðarhagnaði bankanna gegn því að látast í staðinn gefa bönkunum afslátt sem enginn má vita hver var vegna þess að hann er svo svakalegt leyndó.

Marinó G. Njálsson, 19.7.2010 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband