Sama gamla tuggan - engin frétt.

Þetta er tugga. Flestir hljóta að átta sig á því að á föstudögum er mikil umferð af höfuðborgarsvæðinu og á sunnudögum til baka. Sérstaklega á þetta við sumarið.

Í raun og veru er þetta engin frétt og því beinlínis hlægilegt þegar sjónvarpsstöðvar skipta yfir úr stúdíói og út á Vesturlands- eða suðurlandsveg, og ekki til annars en að sýna strjála umferð. Og hvað með það þó hún sé mikil? Aðalvandamálið eru vegirnir. Báðir áðurnefndir þjóðvegir anna ekki umferð á álagstímum.

Væri nú ekki gáfulegra fyrir fréttamenn að tyggja á þeirri staðhæfingu að enn séu vegir á Íslandi ekki nógu góðir fyrir bíla landsmanna? 


mbl.is Mikil umferð til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nafni, ég bíð alltaf spenntur á almennum sunnudögum að sumarlagi, þegar straumurinn hefur verið mikill úr bænum á föstudagskvöldum að straumurinn heim aftur verði ekki mikill. Þá fyrst hefur eitthvað mikið gerst. Eitthvað fréttnæmt. Þangað til flokkast þessi fréttamennska undir letifréttamennsku. Heilinn hefur verið stilltur á autopilot eða sjálfstýringu. Lágmarksorka, lágmarkshugsun.

Sigurður Þorsteinsson, 18.7.2010 kl. 18:36

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svona helgarumferðarfréttir eru eiginlega gleðiefni.

Enn er semsagt til fólk sem á ökutæki og hefur efni á því að tappa á þau eldsneyti sem dugir bæði að heiman og heim.

Gæti verið að það hafi í rauninni verið (baklægt og ónefnt) inntak fréttarinnar. ?

Kolbrún Hilmars, 18.7.2010 kl. 18:49

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég keyrði austur yfir Hellisheiði um kl. 18 og þá rann umferðin sem kom á móti ljúft og örugglega í bæinn. Ég held að það sé ekki þörf á að tvöfalda veginn yfir heiðina, 2+1 vegur gæti hins vegar dugað vel.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.7.2010 kl. 20:21

4 identicon

Ég hef alltaf gaman og stundum gagn af þessum fréttum.

Lífið gengur sinn vanagang og landinn ferðast þrátt fyrir allt tal um kreppu. Það ætlar ekki að láta ræna sig lífsgæðunum. Gott að það eru ekki bara útlendingar sem ferðast um Ísland. Þetta er okkar land og við munum og skulum fá að njóta fegurðar þess á sumrin og verturna.

Þess vegna og af mörgum örðum ástæðum fagna ég fréttum um helgarumferðina.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband