Engin breyting á fjölda atvinnulausra

atvinnuleysi_1008179.jpg

Atvinnuleysi er ekki bara tölur á blaði. Að baki þeirra eru þúsundir einstaklinga, heilu fjölskyldurnar sem eiga í vandræðum með að hafa í sig og á. Og samt fagnar ríkisstjórninn og heldur því fram að miklum árangri hafi verið náð með því að atvinnulausum fækkar á milli mánaða.

Þetta er auðvitað bæði rangt og ber vitni um skort á yfirsýn. Engin breyting hefur orðið á fjölda atvinnulausra frá því í fyrra. Tölurnar benda aðeins til þess að hlutfall þeirra sveiflist á sama hátt og þá.

Í sól og sumaryl er auðvelt að trúa því að atvinnulausum fækki. Það er hins vegar mikil blekking.

Atvinnuleysið sveiflast milli árstíða. Í vetur var mest atvinnuleysi í febrúar og mars. Það var svipað á árinu 2009 rétt eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti Vinnumálstofnunar. Eftir því sem líður á árið fækkar atvinnulausum og þeim fjölgar svo með haustinu.

Þannig var atvinnuleysið hæst 9,1% og lægst 7,2% á árinu 2009. Í ár var atvinnuleysið hæst í febrúar og mars 9,3% og er nú komið ofan í 7,6%, svipað og það var í ágúst í fyrra.

Það er afspyrnu heimskulegt að leyfa sér að tala um breytingar á atvinnuleysi þegar sveiflan er mjög svipuð og í fyrra. Um leið er ljóst að núverandi ríkisstjórn, sem fengið hefur 17 mánuði til að koma með heilsteyptar tillögur í atvinnumálum þjóðarinnar, hefur brugðist hrapalega.

Ekki nokkur skapaður hlutur skiptir jafn miklu máli og að draga úr atvinnuleysinu. Það er þjóðarböl sem verður að vinna á rétt eins og forðum daga þegar verðbólgan var kveðin í kútinn.

Hins vegar þarf nýjar kosningar fyrst ríkisstjórnin vildi ekki segja af sér og mynda þjóðstjórn. 


mbl.is Dregur úr atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Það er engu líkara en ríkisstjórninn vilji hafa þetta svona.

Frjálsum handfæraveiðum var lofað fyrir kosningar, það er ekki efnt.

6 dagar í mánuði, 4 mánuði á ári, er í boði. Þúsundir manna

hefðu áhuga á frjálsum handfæraveiðum, en það getur enginn

nýr byrjað  svona bulli.

Aðalsteinn Agnarsson, 12.7.2010 kl. 22:52

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þið mætið í haust þegar alþingi kemur saman og  stjórnvöldum verður steypt er það ekki?

Sigurður Haraldsson, 13.7.2010 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband