Snjó mokað árlega úr Gunnlaugsskarði - yfirlýsing

Yfirlýsing frá vefkefnahópi Gunnlaugskarðs hjá embætti borgarverkfræðings Reykjavíkurborgar.

“Í nærfellt tíu ár, allt frá því að Kjalarneshreppur sameinaðist Reykjavíkurborg, hefur stór hópur verkamanna verið sendur á hverju vori upp í Gunnlaugsskarð til snjóruðninga. Þessi 30 manna hópur hefur dvalið uppi á fjallinu í þrjár til fjórar vikur hverju sinni, búið í tjöldum við ákaflega erfiðar aðstæður. Verkefni hans eru að ryðja snjó ofan af fjallinu til þess eins að Esjan líti betur út í augum íbúa á höfðuborgarsvæðinu.

Verkefnið var ákveðið á dögum háttvirts borgarstjóra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, en starfsnefnd á vegum borgarinnar þótti hin svokölluðu gróðurhúsaáhrif ekki ekki hafa nóg áhrif á norðurslóðum. Að auki þótt borgarstjóra á þeim tíma að norðantrekkurinn inn um skrifstofugluggan sinn væri frekarkaldur .

Árangur verkefnisins er ótvíræður. Hitastig umrædds trekks hefur hækkað að mun eftir að hópurinn hóf að moka snjónum úr Gunnlaugsskarði og var því snarlega ákveðið að hann skyldi líka moka af Kerhólakambi.

Ljóst er að umræddur hópur hefur staðið sig afar enda má ljóslega sjá að trjárækt á höfuðborgarsvæðinu er miklu gróskumeiri en áður.

Að auki má benda á að mikil fjölgun borgarstjóra í Reykjavík má beinlínis rekja til snjóleysis í Esju.

Loks má benda á að fjölmiðlar hafa sýnt skaflinum í Esju mikinn áhuga og ef verkefnið hefði ekki komið til hefði mikilli prentsvertu og ómældum tíma verið eytt í tóma vitleysu.

Upplýsingafulltrúi embættis borgarverkfræðings“

Ég skil ekkert í því hvers vegna hinir og þessir senda á mig alls kyns yfirlýsingr og leyniskjöl rétt eins og ég sé einhver fjölmiðill. Umslag með ofangreindri yfirlýsingu var á útidyramottunni þegar ég fór til vinnu í morgun. Hún kemur mér ekkert á óvart. Var einu sinni í þessum vinnuflokki. Hundleiðinlegt djobb.


mbl.is Skaflinn í Esjunni er að hverfa tíunda árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var líka að vinna þarna við moksturinn einu sinni. Var í bræðsluflokknum sem sinnti skítverkunum. Hætti fljótlega enda glataðar aðstæður og lélegt kaup.

Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 08:57

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Einhverjir kynnu að efast um að þessi yfirlýsing sé sannleikanum samkvæm. Nú hefur þó auk mín Grefill (Guðbegur Ísleifsson) stigið fram og lýst því yfir að hafa unnið við snjómokstur á Esjunni. Fleiri ættu að að fara að dæmi hans þó ekki væri til annars en að benda á slæman aðbúnað við snjómoksturinn og gera kröfu til launa aftur í tímann. Búinn að vera hálfslappur í bakinu síðan ég hætti þarna ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.7.2010 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband