Tvö eldgos eftir að formaður Útivistar hætti
9.7.2010 | 13:31
Þessar brýr eru afskaplega nauðsynlegt fyrir ferðamenn og opna svæði sem lengi hafa verið lokuð nema þeim sem nennt hafa að vaða Krossá. Heiðurinn af brúnum á fyrrum formaður Útivistar, Árni Jóhannsson, en hann hefur verið óþreytandi í uppbyggingarstarfi fyrir félagið.
Árni hélt föstum höndum um fjármál félagsins sem styrktust afar mikið í tíð hans. Einnig virðist sem hann hafi haft föst tök á náttúru svæðisins. Það sést best á því að aðeins nokkrum dögum eftir að hann lét af embætti gaus á Fimmvörðuhálsi.
Greinilegt var að nýir stjórnendur félagsins höfðu engin tök á náttúruöflunum því þegar loks náðist að kveða gosið á Hálsinum niður gaus í Eyjafjallajökli.
Draumspakir menn halda því svo fram að á næstunni muni gjósa í Kötlu enda benda er óróinn farinn að færast undir pilsfaldinn hjá kellu.
Í sannleika sagt finnst mér full ástæða til að Árni komi nú aftur að stjórn Útivistar áður en allt fer í tóma vitleysu. Nóg er af náttúruhamförum af mannavöldum svo Katla bætist ekki líka við.
Göngubrýr á hjólum yfir Krossá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.