Fundargerð Sambands fjármálafyrirtækja
7.7.2010 | 15:36
Þessi fundargerð barst mér með undarlegum hætti. Birti hana orðrétt:
Trúnaðarmál
Mánudagur, 5. júlí 2010, kl. 14:30 er haldinn fundur í stjórn Sambands fjármálafyrirtækja. Mættir eru allir stjórnarmenn, auk þess fulltrúar frá öllum bönkum og sparisjóðum í landinu.
Á dagskrá eru eftirfarandi mál:
1. Hvað í fjandanum eigum við að gera vegna dóms Hæstaréttar vegna gengstryggingar lána?
2. Önnur mál
Formaður tekur til máls og leggur fram eftirfarandi tillögu. Samband fjármálafyrirtækja ályktar að beina því til fjármálafyrirtækja að þau bjóði viðskiptavinum sínum að greiða fimmþúsund kall af hverri milljón upphaflegrar lánsupphæðar þar til óvissu um gengisbundin lán verði eytt með dómnum.
Varaformaður spyr hvort þessi tillaga sé ekki brot á viðskiðskiptháttum þar sem hún er greinilegt samráð fjármálafyrirtækja.
Formaður spyr varaformann: Er ekki eitt helvítis samráð bara dropi í hafið í samanburði við þann raunverulega vanda sem fjármálafyrirtækins standa frammi fyrir?
Varaformaður segir: Það er líklegast rétt hjá þér, virðulegi formaður.
Frekari umræður eru ekki um tillöguna sem formaður ber nú undir stjórnina sem samþykkir hana mótatkvæðalaust.
Formaður tók svo fyrir seinna umræðuefni fundarins. Hann sagðist ekkert mál hafa til að leggja fram og gaf orðið frjálst.
Varaformaður biður loks um orðið: Eiga fjármálafyrirtæki að hætta laxveiðiferðum og utanlandsferðum með viðskiptavinum í ljósi efnahagsástandsins?
Formaður tók til máls og segir: Sýnist þér, virðulegi varaformaður, að við höfum efni á að fara í laxveiði og til útlanda þegar búið er að taka burtu helstu hagnaðarvon fjármálafyrirtækja, gengistrygginguna? Nú er allt fyrir bí, bónusar, háu launin, bílahlunnindin, utanlandsferðirnar, laxveiðiferðirnar, óunna yfirvinnan nema því aðeins að við fáum nýjan og betri hæstaréttardóm.
Varaformaður segir: Auðvitað er þetta rétt hjá þér, virðulegi formaður.Formaður slítur fundi kl. 15:00.
Bankar fara að tilmælum Samtaka fjármálafyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Athugasemdir
Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 16:11
Flott innkoma Sigurður
Sigurður Haraldsson, 7.7.2010 kl. 16:24
Það er nú synd og skömm að taka af þeim laxveiðina, sérstaklega ef þeir hefðu ætlað í laxá í Aðaldal, þar eru þeir yfir einn metri á lengd eigi svo slæmt að landa einum slíkum.
Takk annars frábær færsla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2010 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.