Friðrik Sophusson grípur hálmstrá vinstri stjórnarinnar
1.7.2010 | 13:47
Stjórnarformaður Íslandsbanka er gamall samherji minn í Sjálfstæðisflokknum, fyrrum ráðherra og varaformaður flokksins. Þetta er maðurinn sem ég kaus margsinnis, raunar í öllum prófkjörum og landsfundarkosningum.
Nú hefur Friðrik áreiðanlega setið á rökstólum með hinum bankaráðsmönnunum og sjálfsagt verið á fremsta hlunn kominn með að fara að dómi Hæstaréttar.
Eða hvað? Er bankaráði Íslandsbanka einfaldlega að fara að lögum eða grípur Frikki hálmstráið sem vinstri stjórnin í landinu fleygði til þeirra og dregur sig að landi?
Lögfræðingurinn Friðrik Sophusson sem og aðrir bankaráðsmenn vita það mætavel að dómur Hæstaréttar er endanlegur.
Íslandsbanki er nákvæmlega eins og hinir bankarnir, þessir einkaríkisreknu vinstristjórnarbankar. Markmið þeirra er fyrst og fremst að hafa fé af viðskiptavinum sínum og til þess eru öll ráð notuð. Þegar sú staða kemur upp að bankinn hefur brotið lög með gengistryggðum lánum er Hæstaréttardómurinn ekki nógu góður. Hann grípur til þess sama ráðs og ríkisstjórn vinstri manna í landinu, heldur því fram að óréttlætið sé í því fólgið að þeir sem eru með innlenda verðtryggingu njóti ekki þess sama og þeir sem Hæstiréttur dæmdi í hag. Að öðrum kosti hefði bankinn ekki gripið hálmstráið.
Dómur er Hæstaréttar er endanlegur. Eða halda menn að við fáum framhaldsdóm og framhaldsdóm eftir hann ef fjármálafyrirtækjunum líkar ekki niðurstaðan.
Í gamla daga sungu ungir Sjálfstæðismenn; Allir sófar dúa, allir sófar dúa, Frikki Soph dúar ei ...
Óskaplega veldur Friðrik manni miklum vonbrigðum og það því miður ekki í fyrsta sinn.Íslandsbanki fer að tilmælunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Friðrik er bara ekki betur af guði gerður en þetta...
corvus corax, 1.7.2010 kl. 13:56
Jú, hann er það.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.7.2010 kl. 13:58
Seðabanki lýtur ekki stjórn ríkisstjórnarar frekar en Hæstiréttur..þau hafa sjálfstæða stöðu í stjórnkerfinu.
Jón Ingi Cæsarsson, 1.7.2010 kl. 16:00
Já, Jón Ingi, mjög sjálfstæða, eftir ýtarlegar ráðfæringar við AGS!
Billi bilaði, 1.7.2010 kl. 16:10
Laumukommar skríða úr felum....
Jón Ingi.
Ef seðlabankinn heyrir ekki undir ríkisstjórnina, hvernig gat þá Jóhrannar rekið Davíð?...
Óskar Guðmundsson, 2.7.2010 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.