Eru tónleikahús og fangelsi miklvægar framkvæmdir?

Eflaust er nýtt fangelsi mikið þarfaþing nú á tímum þegar stinga þarf inn mörgum hrunhöfundum. Það er þó athyglisvert að ríkisstjórnin leggur áherslu á tvö stórverkefni, tónleikahús við Reykjavíkurhöfn og fangelsi.

Ríkisstjórni pælir ekki í endurbótum á þjóðvegum landsins, tvöföldun hringvegarins, breikkun einbreiðra brúa eða stækkun Hvalfjarðarganga.

Ríkissstjórnin pælir ekki heldur í aukinni verðmætasköpun fyrirtækja eða hvatningu til þeirra til að stækka. Ekki heldur að búa þannig um að fyrirtæki sjái sér hag í að fjölga starfsfólki.

Vonandi eiga kjósendur kost á því bráðlega að hafna þeirri hugmyndafræði sem vinstri stjórnin stendur fyrir, þ.e. að sauðirnir eru flegnir lifandi þegar ætlunin er að rýja þá. 


mbl.is Bygging nýs fangelsis boðin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvers konar þráhyggja er þetta nýbyggingaæði? Ég sé ekki fyrir mér einfaldari lausn í fangelsismálum en Arnarholt á Kjalarnesi sem Jón Gnarr benti á í sinni "kosningabaráttu!"

Ég hef gengið nýlega um þessi húsakynni og mér kom nákvæmlega sama í hug og Jóni Gnarr. En fasteignin er reyndar í eigu Landspítalans en ekki Reykjavíkurborgar hafi ekki orðið nýleg breyting þar á.

Þetta yrði margfalt ódýrari og jafnframt skjótvirkari lausn.

Þarna er greidd upphitun sem og eftirlit, viðhald og fasteignagjöld af fasteign sem kemur engum að gagni.

Árni Gunnarsson, 1.7.2010 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband