Bráðnaði göngustafur á Fimmvörðuhálsi?
28.6.2010 | 09:17
Meðfylgjandi frétt birtist á visir.is í morgun, mánudaginn 28. júní 2010. Ég held að blaðamaðurinn hafi látið plata sig duglega:
Kona brenndi sig á hendi um helgina, þegar hún tók upp hraunmola á Fimmvörðuhálsi. Molinn reyndist glóandi að innan þótt yfirborðið væri meinlaust að sjá.Gönguleiðin úr Þórsmörk að eldstöðvunum er orðin mjög vinsæl og búið er að stika þokkalega örugga gönguleið.Ferðamenn eru þó hvattir til að fara að öllu með gát, enda sést enn í glóandi kviku í sprungum þótt tveir og háflur mánuðir séu liðnir frá goslokum.Ferðamaður stakk göngustaf úr áli ofan í slíka hviku, og bráðnaði stafurinn á skammri stundu.
Hvergi á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi sér í kviku (ekki hviku eins og segir í fréttinni. Víða leggur þó gufu upp úr hrauni og eldstöðvunum en að þar sé bráðið hraun er alveg fráleitt.
Hins vegar er ekki útlokað að konan sem frá segir í fréttinni hafi grafið svona einn km ofan í jörðu og orðið þar á að taka upp heita kviku í hugsunarleysi og þá brennt sig. Hins vegar má spyrja hvort hafi gerst á undan, að göngustafurinn hafi bráðnað eða konan hafi brent sig.
Lærdómurinn er þá sá að grafa ekki djúpt í jörðu og alls ekki taka á glóandi hrauni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.