Sammála Heimdalli um myntkörfulánin

Heimdallur hefur ályktað um myntkörfulánin. Þessari ályktun er ég fyllilega sammála. Hún tekur á kjarna málsins:

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að sitja á sér með afskipti af svokölluðum myntkörfulánum og samningum þess efnis í kjölfar dóms Hæstaréttar. Samningarnir eru áfram í gildi þó eitt ákvæði þeirra hafi verið metið ólögmætt.

Í samningum felst alltaf ákveðin áhætta og í þessu tilfelli verða fyrirtækin að axla ábyrgðina á því að verðtrygging lánanna var ólögmæt, rétt eins og fyrirtækin sjálf fóru fram á að skuldarar virtu samningana og tækju á sig hallann af gengisþróuninni fram að því að dómar Hæstaréttar féllu.

Íhlutun stjórnvalda í samningana með lagasetningu eða öðrum leiðum væri auk þess enn eitt dæmið þar sem hið opinbera kæmi fyrirtækjum til bjargar í kjölfar mistaka sem gerð eru. Brýnt er að hafa í huga að fyrirtækin starfa á eigin ábyrgð en ekki stjórnvalda eða skattgreiðenda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband