Á almenningur að blæða

Tökum eftir orðum seðlabanakastjóra. Við eigum eftir að heyra fleiri spekinga koma fram og lýsa því yfir að nýfallinn hæstaréttardómur um gengistryggingu lána sé alveg ómögulegur. Seðlabankastjóri segir hann vera til þess að takmarka enn frekar „óvissu um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjámálamörkuðum“.

Við skulum ekki trúa því að aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum byggist á því að almenningur blæði. 

Í gær bárust af því fréttir að ríkisvaldið hafi fundað með forsvarsmönnum fjármögnunarfyrirtækja, atvinnurekendum, fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum og öðrum álíka um dóm hæstaréttar. Engar sögur fara af því að fulltrúar skuldara hafi verið á fundinum, fulltrúar frá Neytendasamtökunum eða öðrum af þeim væng.

Á afar lymskulegan máta er verið að byggja upp og styrkja þá skoðun að dómur Hæstaréttar sé ómögulegur og því þurfi að laga hann að einhverjum raunveruleika. Annars hrynur kerfið. Þetta reyndi ríkisstjórnin að gera með Icesave samningana, þá átti allt að hrynja til grunna.

Staðreyndin er bara sú að dómur Hæstaréttar er dómur og almenningur lætur ekki „tröllríða sér“ einn ganginn enn. Fjármögnunarfyrirtækin hafa grætt á tá og fingri en eru nú staðin að ólöglegum gerningum. Gróðinn er þá farinn fyrir bí og fjármál einstaklinga eitthvað að lagast. 


mbl.is Óvissa grefur undan trausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Athyglisvert framtak Seðlabankastjóra og fáránlegt að þeir segja dóminn til vandræða. Vandræðin eru þau að fjármálaelítan hefur hér tröllriðið öllu og lítið látið sig varða landslög ef þeir græða á því að gera það ekki. Þetta er því ekki afleiðing dómsins heldur glæpsins!

Einnig athyglisverður pistill frá Hermanni Gunnarssyni N1 varðandi mögulegt ólögmæti verðtryggingar þar sem hann samræmist ekki ESB lögum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 23.6.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband