Ríkisstjórnin gegn almenningi og Hæstarétti
22.6.2010 | 14:51
Auðvitað eru myntkörfulánin ólögleg. Það er hárrétt hjá Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Skiptir þá engu hvort önnur lán eins og innlenda verðtryggingi sé óhagstæðari og jafnvel óréttlátari í samanburðinum.
Réttlætið felst ekki í að taka eitthvað frá þeim sem með dómi hafa fengið niðurfellda gengistryggingu.
Telji einhverjir eitthvað skorta upp á réttlæti til handa þeim sem eru með innlendar vísitölutryggingar þá ber að taka á því máli með lögum.
Hingað til hafar afar fáir ljáð máls á því að lagfæra hina hróplegu upptöku eigna sem fólst í myntkörfulánunum eftir bankahrunið. Auðvitað má segja sem svo að hrun íslensku krónunnar hafi valdið hörmungum fyrir þúsundir heimila. Fólk var búið að greiða af afborganir af bílum sínum í rúm tvö ár án þess að eignast svo mikið sem krónu í þeim.
Var það eitthvað réttlæti? Nei, þetta var rán. Myntkörfulánin voru þess eðlis að lántakendur gerðu sér vonir um að afborganir af bílalánum yrðu eitthvað léttbærari, í versta falli borgaði maður aðeins meira en ef um væri að ræða verðtryggð lán.
Miðað við stöðu myntkörfulána í dag hefur eignamyndunin ekki verið nein. Í því felst ósanngirnin. Fólk borgar og borgar, eignast ekki neitt og höfuðstóllinn hækkar.
Dettur einhverjum í hug að fjámögnunarfyrirtækin þurfi meiri hjálp í dag en almenningur á síðustu tveimur árum? En núna ætlar ríkisstjórnin að slá skjaldborg um fjármögnunarfyrirtækin í landinu. Líklega verður það eina skjaldborgin eftir hrun sem stenst áhlaup almennings og dómstóla.
Ólöglegt að setja lög um verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nafni ef af þeirri skjaldborg verður stenst hún ekki áhlaup almennings!
Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 14:59
Dittó nafni
Sigurður Sigurðsson, 22.6.2010 kl. 15:00
Rétt eins og ríkisstjórnin hefur heykst á að leysa skuldavanda heimilanna mun hún snúa baki við öllum þörfum almennings.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.6.2010 kl. 18:01
Er í lagi þó ég setji athugasemd og heiti ekki Sigurður
Það er áhugavert að fylgjast með þessari umræðu um gengistryggðu lánin. Fyrir 16 mánuðum eða svo datt engum í hug annað en að þetta væri fullkomlega löglegur gjörningur. Tugir ef ekki á annað hundrað lgöfræðinga hafa farið yfir þessi lán og aldrei dottið í hug að skoða lögin. Ótrúlegt.
Vigdís má eiga það, að hún hefur a.m.k. undanfarið ár ásamt Eygló Harðar og Lilju Móses stutt þann málfluting að eitthvað væri athugavert við þessi lán. Vandinn er að Gylfi Magnússon er haldinn alvarlegri ákvörðunarfælni og heldur að allt sé rétt sem fulltrúar fjármálafyrirtækjanna segja við hann.
Ég býð bara eftir að ríkisstjórnin sýni að hún er á lífi. Það er ákveðið samráð í gangi, en ég veit ekki hvort einhver alvara er með því. En dómur Hæstaréttar er skýr og eftir honum á að fara. Fjármálafyrirtækin hafa óskað eftir leiðsögn og stjórnvöld þora ekki að veita hana. Er þetta að sýna lífsmark eða er þetta hámark aulagangsins?
Marinó G. Njálsson, 22.6.2010 kl. 21:03
Þó hann heiti ekki Sigurður er ég nokkuð sammála honum.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.6.2010 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.