Þverfellshorn í Esju er ekki tindur

Það er dálítið leiðinlegt að þurfa að leiðrétta landafræði Morgunblaðsins eða Ferðafélags Íslands. Hafi hópur á vegum félagsins gengið á Þverfellshorn vita nú flestir að það er ekki tindur í réttum skilningi þess orðs. Þarna er landið tiltölulega slétt en hækka talsvert inn að miðju fjallsins. Hæsti hluti Esjunnar er ekki tindur heldur bunga sem er um 914 m.

Þverfellshorn er um 780m, Kerhólakambur er um 852 m og svo er það Hátindur sem eitt sinn var talinn hæsti hluti Esju og er 909 m. Hann er sá eini sem getur talist tindur.

Vonandi hefur hópurinn þó notið göngunnar. Esjan er stórkostlegt fjall til útivistar og það vita allir sem þangað hafa lagt leið sína. Hins vegar er Þverfellshorn alls ekki skemmtilegasti hluti hennar. Mér finnst miklu áhugaverðara að ganga upp á Kerhólakamb en mest af öllu held ég upp á austurhorn Kistufells. Þar leggja afar fáir leið sína og fæstir gera sér grein fyrir þeim töfrum sem það býr yfir. 

Og fyrst ég er að tjá mig um Esju þá er ekki úr vegi að benda á þá stórkostlegu gönguleið upp Móskarðshnúka, vestur yfir alla hnúkana, inn á Esju, fyrir Þverárdal, um Hátind og þar niður um Þverárkotsháls. Þetta er að mínu mati ein besta fjallaleið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins - einstaklega heillandi. 


mbl.is Fjölmenni í Esjugöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband