Í hernaði eru engir góðir eða vondir

Sú hugmyndafræði er ekki ný að leyfilegt sé að fórna almennum borgurum í þágu einhvers málstaðar. Hún byggist hvorki á upplýsingu né þröngsýni heldur á því einu að að skapa ótta meðal fólks, draga úr virkni samfélags og ná athygli fjölmiðla. Hið síðarnefnda er auðvitað nýrra en hitt.

Það heyrir til undantekninga ef hernaður sneiðir hjá borgaralegum hagsmunum. Hann gerir sjaldnast greinarmun á skotmörkum þar sem almenningur lifir og býr og þeim hernaðarlegu. Í nútíma hernaði er allt leyfilegt. Þess vegna er málstaður þeirra sem berjast ekki svartur og hvítur heldur grár út í geng. Og engu máli skiptir þó guð  sé sóttur til að blessa aðgerðirnar.

Hvaða maður getur sætt sig við hernað Ísraelsmanna gegn Palsetínumönnum. Hver er sáttur við hernað Palestínumanna gagnvart Ísraelsmönnum? Hverjir eru góðu mennirnir í Írak og herjir eru þeir vondu? Í Afganistan eru heimili almennings sprengd í loft upp m.a. vegna þess að þar felur hitt liðið sig að öllu jöfnu. Og oftar en ekki sleppa þeir en saklaust fólk deyr.

Hverjir voru í góða liðinu í borgarastyrjöldinni síðustu á Balkanskaga? Voru einhverjir góðir, voru ekki allir mismunandi vondir? Fólk var rekið í fangabúðir, konum nauðgað og körlum misþyrmt. Er í sjálfu sér einhver munur á því að nauðga einnig konu eða þúsund, drepa einn mann eða þúsund?

Allt þetta leiðir svo hugan að framsetningu fjölmiðla á atburðum. !8 manns dóu, 42 slösuðust í bílsprengingu í Bagdad. Steríliseruð frétt, eins af þúsund eða milljón. Hverjir? Þessi 0,5% jarðarbúa sem geta ekki verið til friðs gagnvart hinum 99,5% sem þrá ekkert annað en að fá að vera í friði með sig og fjölskyldu sína.

Ætti maður ekki að kíkja núna Kringluna og kanna hvort þar séu einhver tilboð í gangi? 


mbl.is 18 féllu í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Það er alla vega þannig, að á meðan þú ert í Kringlunni þá er þar engin sem er að hugsa um hörmungarnar sem stríðsþjáðar þjóðir eiga við að etja.  Lífið á Íslandi heldur áfram með sinn vanagang.

Ég er þér hjartanlega sammála, er einhver vondur/góður í stríði, getur einhver réttlátt ofbeldisverk af einhverju tagi einhvern tíman?

Ef þú finnur einhvern slíkan, láttu mig þá vita.

Garðar Valur Hallfreðsson, 20.6.2010 kl. 12:38

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það er óvenjulegt að finna góðar hugleiðingar sem hitta mann á netinu.

Takk.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.6.2010 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband