Setur ríkið upp skjaldborg fjármálafyrirtækja?

Bankarnir eru ekki ríkisstofnanir þó þeir virðist engu að síður vera það. Þeir hafa verið einkavæddir og eru eiginlega einkareknir af ríkinu ... Fjármálafyrirtæki í eigu bankana eru ekki heldur á framfæri ríkisins.

Svo virðist sem ríkisstjórnin haldi að hagsmunir þjóðarinnar byggist á því að eitthvað þurfi að koma í staðinn fyrir dóma hæstaréttar um ólögmæta gengistryggingu lána.

Slíkt er algjör misskilningur. Ríkisvaldið á ekki að bregðast á neinn hátt við þessum dómum nema ef fjármálafyrirtækin ætli sér að komast undan honum á þann hátt sem þau gerðu nú í vor, þ.e. að verðtryggja lánin á annan hátt en að tengja þau erlendum gjaldmiðlum.

Almenningur bíður nú á milli vonar og ótta um að ríkisstjórnin grípi til aðgerða sem rétti hlut fjármálafyrirtækjanna, að skjaldborgin um þessi fyrirtæki verði raunhæfari og markvissari en sú um heimilin í landinu.

Það er nú einu sinni ljóst að við bankahrunið bjargaðist ekkert fátt annað en skuldir heimilanna. 


mbl.is Bíða enn í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Jú jú á þessum brátt 2 árum hefur engum nema kerfinu og bönkunum sem komu okkur á hausinn verið bjargað.Það er enn verið að kennitöluflakka fyrirtæki setja eignir og verðmæti yfir á fjölskyldu meðlimi svo ekki tapist nú á mistökum og gerðum þeirra eru steiktu allt til ................

 Samfélag vort getur bara með þessari þróun dáið,því það land sem ekkert hefur að bjóða þegnum sínum nema meiri skatta og álögur svo hægt sé að taka fleiri  fyritæki og eignir í bankana sem allt snerist um að bjarga eftir hrun og verja hagsmuni þeirra á kostnað þegnana svo afskrifa sé nú hægt hærri tölur á gerendur hrunsins og koma þeim aftur til starfa vegna hinna gríðarlegu reynslu hæfni og ábyrðarkenndar vegna hve launin og hlunnindin voru há fyrir störf þeirra.

Hér er að myndast gat í kynslóð sem börnin eiga að fæða og samfélag að erfa til að viðhalda jafnvægi og rekstrargrundvelli á kerfinu í borgun skatta sinna og lífeyrisgreiðsla,því mikið af unga fólkinu okkar er farið og fleiri á förum á næstunni.Eftir 20 ár  kemur stór kynslóð fólks á lífeyrisaldur og það fólk hefur borgað alla sína vinnutíð lífeyrir og á sín réttindi í sjóðum sem þá verða tómir og geta ekki staðið skuldbindingar við sjóðsfélaga sína vegna að fleiri eru að þyggja úr sjóðunum en að borga til þeirra.

Og einu hugmyndir stjórnar okkar eru að lífeyrissjóðirnir komi af meiri krafi með fé til framkvæmdar verkefna er standa fyrir þrifum,þó allir þessir sjóðir hafi skert þegna sína sem nú fá um að lágmarki 10%.

Það verður að koma nýrri hugsun inn í stjórnmál okkar svo eitthvað geti nú lagast, sjáum nú bara þessar æfingar félagsmálaráðherra fyrir dóminn í gengistryggðu lánunum sem snerust um að setja í lög breytingar á þessum lánum sem allir vissu að dæmt yrði í þessum mánuði fyrir löngu,og ég gat aldrei skilið hví dómsmálaráðið skyldi ekki bara skipa flýtimeðferð á málinu sem hefur knésett hundruð heimila í landinu þessi 2 ár að verða.Dómsmálaráðherra er yfirmaður allra dómsala og héraðs hæstrétta landsins og það var bara beðið,og nú á ekki að koma neitt að málum nema nauðsyn beri til framkvæmda dómsins og hvernig hann skal framkvæmdur.

Ég veit vel að erfiðir tímar hafa verið vegna aðstæðna og vegna kerfishruns hér,og ekki mörg spil að moða úr fyrir  ríkisstjórn okkar,en samt ekkert hefur verið gert til lagfæringa á ónýtu kerfi annað en plástur til bráðabyrða úr efninusem hrundi og lagfæring er að mestu til lausnar sama kerfi og varð valdur að hruni?????????

Ég er bara ekki að fatta allaþessa dýrkun á hversu vel menntuð þjóðin er og hve öfundverð við séum af því af öðrum löndum,og þessir sprenglærðu og velmenntuðu fólki  sótt í þessi eftirsóknu störf  strax að loknu námi.

Enda kannski ekki að undra því ég hef ekki einusinni stúdentspróf svo kannski ekki hægt fyrir mig að fá rétta niðurstöðu reiknisdæmsins sem alltaf hefur 10-15 rétt svör eftir hvaða stjórnmálaflokki viðkomandi tilheyrir sem spurt er hverju sinni.

En það er alveg sama hversu mikið ég reikna fram og aftur ég fæ aldrei dæmið til að ganga upp í plús,og þar með að mestu kominn að þeirri niðurstöðu að í mesta lagi rekum við þjóðfélagið í 15-20 ár og þá verða allir sjóðir fyrirtæki bankar og þegar ornir tómir og bara stór skuld sem stendur eftir í þroti þessarar þjóðar og verða kröfuhafar að gera sér að góðu.

Og munu hafa tekið hvort eð er öll okkar mið og nátturuauðlindir til umráða vegna greiðsluþrots á tambóluverði,svipað og fjármálafyrirtækin sem nú skal reyna bjarga frá þroti gerðu við lántakendur sína í eignaupptökunni sem skilaði viðkomandi bíllausum og samt með skuld sína á bakinu án lækkunar verðmætis bílsins sem þeim kom ekki við hvað hafi selst á eftir að þau misstu.

Svo ég segi bara blákalt ef þau fara á hausinn við þennann dóm mun ég ekki syrgja vitund orlög þeirra,En í 2 ár hafa lántakendur borgað 2faldar að lágmarki afborganir vegna samnings síns við viðkomandi fyrirtæki,svo eitthvað hlýtur nú að vera til í sjóðum þess er þáði ólögmæta peninginn allann. 

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.6.2010 kl. 05:17

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er langur pistill, raunar ritgerð, Úlfar. Á heimasíðunni virðist þú yfirleitt ekki maður margra orða og því er undarlegt hversu þér er mikið niðri fyrir á bloggi manns úti í bæ.. Hins vegar er ég alveg sammála megin hugsuninni hjá þér. Held að öllum almenningi sé álíka innan brjósts. Hafðu þökk fyrir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.6.2010 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband