Uppboð, atvinnuleysi, skattahækkanir ...
11.6.2010 | 08:14
Allt horfir í sömu átt. Heimilin standa frammi fyrir nauðungaruppoð og atvinnuleysi. Nú þarf fólk að hrökklast af atvinnuleysisbótum, ekki af því að það vill ekki vinna heldur vegna þess að enga vinnu er að fá.
Ríkisstjórnin ætlar að fylla upp í fjárlagagat eins og það er kallað upp á 50 milljarða króna. Stofnunum og fyrirtækjum ríkisins verður gert að spara og svo illa eru flestar stofnanir á vegi staddar að það eina sem þær geta gert er að segja upp fólki.
Fjármálaráðherra segir að tvær leiðir séu færar, skattahækkanir og draga saman í rekstri. Honum getur ekki verið sama um atvinnuleysi fólks. Það getur ekki verið.
Hins vegar er fjármálaráðherra ekki nógu víðsýnn. Hann telur útilokað að breikka skattgrunn ríkissjóðs með því að hvetja til aukinnar veltu. Í raun er það síðarnefnda vænsti kosturinn. Það verður innspýting úr ríkissjóði í hagkerfið og það skilar sér hratt aftur í aukinni veltu fyrirtækja og almennings sem aftur leiðir til betri kjara og lægra atvinnuleysis.
Brátt hverfa bæturnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.