Tvö úrkulnuð eldfjöll, Jóhanna og Steingrímur

dsc_0171.jpg

Magni og Móði eru kolómöguleg nöfn á þessi fjöll. Ég ætla að kalla þau héðan í frá Steingrím og Jóhönnu. Ástæðan er einföld. Fjöllin eru ný. Þau komu upp úr skammvinnu eldgosi sem talið var að gæti enst árum saman. Þau voru flott en þeim entist ekki örendið. Þau lofuðu góðu en stóðu ekki við neitt. Það flottasta við eldfjöllin voru hraunframleiðslan sem gerði þó ekkert annað en að falla ofan í þröng gil, mikið sjónarspil meðan fossarnir glóðu en svo ekkert meir.

Himinháir gufubólstrar voru einkennandi fyrir eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Þó var ekkert að gerast þegar þeir risu sem hæst. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra tala þessa dagana um 50 úrræði fyrir skuldug heimili. Þau rísa hæst í mælskulistinni en framkvæmdirnar eru lítils virði.

dsc_0507.jpg

Nú eru 16. 000 mans atvinnulaus á landinu, verðbólgan nálgast tuginn, bankarnir hafa verið einkavæddir á ný og eigendum þeirra er fjandans sama um íslenska þjóð, þeirra markmið er að fá sem mest upp í skuldir, viðskiptalíf landsins er í molum, íbúðir seljast ekki ...

Á Fimmvörðuhálsi standa þessar tvær þúfur. Þær eiga eftir að breyast mjög mikið, úr þeim hrynur stöðugt að, sprungur myndast, jarðföll verða til og vindar feykja gjóskunni og hún kaffærir nánasta umhverfi.

Í stjórnarráðinu eru Steingrímur og Jóhanna gjörsamlega einangruð og hafa greinilega ekki nokkurn grun um hvernig komið er fyrir þjóðini. Þau gusu áður miklum himnamigum en eru nú úrkulnuð.

Myndirnar tók ég um síðustu helgi af eldfjöllunum tveimur á Fimmvörðuhálsi. Á þeirri efri er Jóhanna til vinstri, þ.e. eldra fjallið og Steingrímur því til hægri. 

Á neðri myndinni er Jóhanna í öllu sínu veldi. Rétt eins og nafna hennar gufar örlítið upp af henni en að öðru leyti er hún úrkulnuð. 


mbl.is Magni og Móði skulu fjöllin heita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef þau væru útkulnuð væri þú ekki að ergja þig á þeim. 

Jón Ingi Cæsarsson, 15.6.2010 kl. 16:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef ætti að nefna gígana eftir útkulnuðum "gígum" og sækja nafngiftina í pólitíkina liggur beinast við að nefna þá Dabba og Dóra og hraunið Þjóðarhrunið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.6.2010 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband