Gnarrar seðlabankastjóri okkur
5.6.2010 | 08:27
Auðvitað er það til of mikils mælst að embættismaður greini frá starfskjörum sínum. Skárra væri það nú. Þaðan af síður er ástæða til að gefa upp hver réði hann.
Ekki tíðkast á þessum síðustu og verstu tímum að veita gagnmerkar upplýsingar. Við vitum til dæmis ekkert hvernig veðrið verður næstu viku, veðurfræðingar gefa það ekki út nema í véfréttastíl.
Við vitum ekkert hvort gosinu í Eyjafjallajökli sé lokið. Jarðfræðingar slá í og úr með það rétt eins og þeir séu í fyndna framboðinu.
Við vitum ekki einu sinni hvernig borginni verður næstu fjögur árin. Nýi borgarstjórinn og nýi forsetisformaður borgarbæjarstjórnar eru búnir að tjá sig skilmerkilega um það, en enginn er nokkru nær nema að engum á að leiðast. Ágætt er að geta skemmt sér í blankheitunum.
Og meðan allir skemmta sér í uppistandi leiðist forsætisráðherra og seðlabankastjóra óskaplega þessi hnýsni um launakjör þess síðarnefnda. Það er líklega verið að gnarra þau. Eða eru þau að gnarra okkur hin.
Engu nær eftir fund með Má | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvers vegna er ekki hægt að koma þessu máli á hreint?
Hvers vegna er Lára V tilbúin til að fá sig lygara stimpil?
Hvar eru tölvupóstarnir um þetta mál?
Er siðblindan slík innan Samfylkingar að þau telji að þetta mál fái að lognast út af?
Gunnar Heiðarsson, 5.6.2010 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.