Gervitunglamyndin sýnir öskubelginn

meris201006041152.jpg

Ég ók suður í dag og þegar ég kom framhjá Hafnarfjalli tók ég eftir þessum svarta skýjabakka sem út úr öllum Hvalfirði og nærri tók að sér Akrafjall. Þetta var öskubelgur sem byrgði alla sýn á suðvesturlandi. Yfir Vesturlandi var himinninn heiður og blár, hiti og Borgarfjörðurinn brosti.

Reykjavík var ekki sjáanleg frá Akrafjalli og óglögg frá Kjalarnesi. 

Á meðfylgjandi gervitunglamynd má sjá hvernig landið okkar leit út um hádegi föstudaginn 4. júní. Austan eða suðaustanáttin ráðandi.

Ég er búinn að skoða mig nokkuð vel um eftir gos í kringum Eyjafjallajökul. Askan er gríðarleg. Hún sést á sjálfum jöklinum, Vestur-Eyjafjöllum, Austur-Eyjafjöllum, Fimmvörðuhálsi, Markarfljótsaurum, Þórsmörk, Goðalandi. Allur hringurinn er sem einn öskuhaugur.

Það er leiðinlegt að þurfa að spá slæmu sumri. Ekki veit ég heldur hvað gerist rigni ofan í öskuna. Hef enga trú á að hún breytist neitt eða hverfi við bleytuna. Eina vonin er líklega sú að annar og þyngri jarðvegur setjist á hana og dragi þannig úr möguleikum hennar til að rjúka við minnsta vind. Svo má alltaf búast við hvössum norðanáttum sem feyki öskunni hreinlega skemmstu leið á haf út. Það mun líklegast ekki hugnast íbúum undir Austur-Eyjafjöllum.


mbl.is „Versti dagurinn í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stór hluti öskunnar sem kom úr jöklinum fór á haf út restina ætlum við að sýna erlendum ferðamönnum um leið og við þurfum sjálf að taka á móti viðbjóðnum.

Sigurður Haraldsson, 5.6.2010 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband