Teyjubyssum mætt með manndrápstólum.

Lengi hefur það verið undrunarefni upplýstra manna á Vesturlöndum hversu vitlausir Ísraelsmenn virðast vera í viðureign sinni við Plasetínumenn og raunar alla Araba. Þeir virðast ekki skilja nokkurn skapan hlut í almannatengslum heldur ana fram með upplognar fréttir af verkum sínum. Hafi einhver samúð með málstað þeirra hefur hún vikið fyrir mikilli óbeit.

Þeir halda að það sé í lagi að ráðast að skipalest með hjálpargögn og bera fyrir sig vopnasmygl. Þau rök falla þó í skuggann af herfilega illa útfærði aðgerð sem ætlað var að snú skipalestinni í burtu. Þess í stað drepa þeir fjölda manns sem ekkert hafa annað til saka unnið að að sýna öðrum samúð í verki. Þeir kvarta undan því að illa hafi verið tekið á móti þeim. Á móti byssum og sprengjum vörðust menn með teygjubyssum og kylfum. Héldu þeir að þeim yrði fagnað? 

Ísraelsmenn hafa lengi tíðkað það að ráðist á vopnlaust fólk, brúka stórkostleg drápstól og síðan logið til um gjörðir sínar. Þeir hafa gjörsamlega gengið fram af fólki um allan heim með aðgerðum sínum sem sjaldnast hafa verið í neinu samræmi við þá óöld sem við hefur verið að etja. 

Stjórnvöld í Ísrael hafa sjaldnast reynst ganga heil til skógar. Nú er eiginlega nóg komið.


mbl.is Um að ræða röð mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eins og talað út úr mínu hjarta.

En því miður Sigurður þá eru enn til menn sem sjá nákvæmlega ekkert athugavert við framferði Ísraela sama hvað þeir gera. Um bloggheima gengur myndband úr smiðju Ísraela, því til sönnunar að óbreyttir borgarar hafi ráðist með ofbeldi á saklaust árásarliðið, sem átti sér einskis ills von.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.6.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband