Aska í lofti ekki minni en í eldgosinu

100527_gervitungl_modis.jpgEf fréttin fjalla um ösku sem sést á gervihnattamyndum er þá ekki sjálfsagt að birta slíkar?

Meðfylgjandi gervihnattamyndmynd er frá því í fyrradag og kemur af vef Jarðvísindastofnunar en þar má fá margar háloftamyndir af landinu.

Eiginlega má fullyrða að Eyjafjallajökull hafi gengið aftur. Askan er gríðarlega mikil og fýkur þarna á haf út. Þetta er litlu minna en kom upp úr gígnum sjálfum. 

Nú vantar bara Magnús Tuma til að fullyrða að á hverri sekúndu fari 40.000 tonn af ösku frá fjöru og yfir á sjó. Brátt verður flugvöllum í Evrópu lokað og svo kemur mökkurinn aftur til okkar eftir nokkra daga og þá leggst flug niður á klakanum. 


mbl.is Aska í lofti yfir Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband