Skattfé notað til launagreiðslna ...
27.5.2010 | 15:07
Mikil ásókn í tímabundin störf gæti bent til þess að fjöldi fólks gæti fengið vinnu við en fái ekki vegna bágrar fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana.
Hitt getur einnig skipt máli að fyrirtæki og stofnanir ráði einfaldlega ekki starfsfólk NEMA það sé á atvinnuleysisskrá og greiðslur berist frá Vinnumálastofnun. Tvennt skiptir hér máli, lág laun sem eingöngu miðast við atvinnuleysisbætur, og ekki síður að stofnir, sveitarfélög og einkafyrirtæki geta á þennan hátt sparað eigið fé.
Þegar aðstæður í þjóðfélaginu eru þannig að nærri 16.000 manns ganga atvinnulausir þarf að hugsa út fyrir rammann. Ríkisvaldið getur ekki staðið undir launagreiðslum vegna átaksverkefni nema í skamman tíma. Slík verkefni eru góðra gjalda verð í skamman tíma. Byggja þarf upp atvinnulífið á annan hátt en með svona ríkisstyrkjum.
Ríkisstjórnin getur ekki verið milliliður, heimtað sífellt meira skattfé af almenningi og fyrirtækjum til að greiða í atvinnuleysisbætur eða átaksverkefni. Skynsamlegra er að láta fólk og fyrirtæki halda sínu fé, stuðla að auknum verkefnum, bjóða þau út. Hvetja til verðmætasköpunar í þjóðfélaginu með áherslu á útflutningsatvinnuvegi.
![]() |
Vildu ráða í á annað þúsund störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Væl er þetta... fólkið greiðir skatta af þessu sem fer bara beint aftur í ríkiskassann. Svo eyðir fólkið laununum á ýmsan hátt og af því er lík tekinn skattur í kassann. Sumsé, þetta endar svotil allt aftur í kassanum aftur, svo lengi sem neyslan er innanlands. Annars þyrfti að greiða alls kyns atvinnuleysisbætur, er það betra en að fá alla vega e.a jákvæða framleiðni úr nothæfum höndum og hausum. Bara eyða sem mestu í jákvæða verðmætasköpun.
Stefán Þór Stefánsson, 27.5.2010 kl. 15:22
Ahhh... þessar greiðslur til þeirra 856 enda sem neysla og mun vissulega hjálpa við að halda uppi íslenskum fyrirtækjum! Það verður að skoða rúllið á krónunum lengra heldur en á fyrstu stoppistöð.
Stefán Þór Stefánsson, 27.5.2010 kl. 15:25
Stefán, ég held að þú sért ekki að fatta það sem ég á við. Bið þig afsökunar á óskiljanlegu bloggi.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.5.2010 kl. 15:27
Þú skrifar...
"Ríkisstjórnin getur ekki verið milliliður, heimtað sífellt meira skattfé af almenningi og fyrirtækjum til að greiða í átaksverkefni. Skynsamlegra er að láta fólk og fyrirtæki halda sínu fé, stuðla að auknum verkefnum, bjóða þau út."
Segjum að ríkið stoðgreiði einn mann um 1 milljón í átaksverkefni sem í dag er á atvinnuleysisbótum. Til að byrja með fara allavega 300k í skatta. Öðru eyðir hann í alls kyns persónulegan kostnað og neyslu. Á hvern stað sem þær krónur fara, er greiddur VSK og fl. skattar (t.d. bensín). Þessi eyðsla er á sama tíma tekjur hjá þeim sem taka við og þeir halda áfram að láta krónurnar rúlla til greiðslu á launum og öðrum kostnaði... o.s.frv. o.s.frv. Átaksmaðurinn þiggur ekki atvinnuleysisbætur, þess í stað framkvæmir jákvæða vinnu. Oft leiða slíkir gjörningar til langtímaráðningu þegar fram líður þar sem ráðningaraðilar vilja halda viðkomandi. Ýmislegt jákvætt getur komið til.
Þannig að mest af því sem ríkið eyðir í útgjöld, hvort sem það er átaksverkefni eða rannsóknarskýrslur, endar aftur í ríkiskassanum. Fólk fær af þessu laun sem fara í veltuna út um allt, og það sem skiptir mestu máli, er að ríkið tekur sinn skerf alls staðar í kerfinu. Kostnaður úr kassanum þýðir ekki endilega bæ bæ, heldur halló neysla og skattar. Bara spurning um að hraðann og að mest af því haldist innanlads. Veljum íslenskt!
Stefán Þór Stefánsson, 27.5.2010 kl. 17:02
Þakka þér fyrir innlitið, Stefán. Mér er ljós, eins og fleirum, hringrás fjármagns í samfélagi. Um það fjallar bloggið ekki heldur þá staðreynd að atvinnuleysisbætur eru tekjur fyrir fjölmarga aðila og með þeim greiða þeir laun. Ljóst er að þessir sömu aðilar hefðu ráðið til sín fólk og greitt því laun af eign fé hefði hinn kosturinn ekki verið til staðar.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.5.2010 kl. 20:35
Þakka þér skírt mál Sigurður. Atvinnuleysisbætur eru umdeilanlegt neyðarbrauð á sama hátt og veikindalaun. Öll svona kerfi er hægt að misnota og öll svona kerfi geta ómerkilegir þrasbjánar og einfaldir heimskingjar eyðilagt. Markmið allra svona kerfa verða að vera skýrt mörkuð, því ef ekki þá er betra að leggja þau niður.
Hrólfur Þ Hraundal, 28.5.2010 kl. 07:05
Tek að öllu leyti undir þetta hjá þér, Hrólfur.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.5.2010 kl. 08:02
Þakka þér fyrir bloggið Sigurður, það er erfitt að eiga í rökræðum við menn sem viljandi eða óviljandi skilja ekki einföldustu hluti.
Það liggur ljóst fyrir flestum að tímabundnir styrkir frá ríki til að halda uppi atvinnu skila sér aldrei að fullu til baka. Þannig aðgerðir á ekki að fara út í nema um tímabundið vandamál sé að ræða, að menn sjá fyrir endann á vandamálinu.
Nú er það svo að ríkisstjórnin er ekki að gera neitt sem virkar til framtíðar, lausn á atvinnuleysinu er ekki fyrirsjáanleg. Því munu svona aðgerðir aðeins valda því að vandamálið verður enn stærra eftir en áður, þó að tímabundið sé hægt að segja að atvinnuleysið hafi minnkað.
Aukin verðmætasköpun og útflutningur er eina leiðin til að koma okkur út úr vandanum. Skattaálögur og auknir styrkir til atvinnulausra er ekki til þess fallin að auka verðmætasköpun eða útflutning.
Gunnar Heiðarsson, 28.5.2010 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.