Rennur aftur hraun niður Gígjökul?

Á vefmyndavél Mílu má sjá að gufubólstara leggja upp úr miðjum Gígjökli. Þannig hefur það verið í allan dag. Hitamyndavélin sýnir enn mikinn hita þar undir. Það flögrar að manni að hraun sé nú farið að renna á ný úr gíginum og niður undir skriðjöklinum.

Fyrir nokkru fullyrtu vísindamenn að gosið í Eyjafjallajökli hafi breyst í sprengigos. Umhverfið hafi þornað upp og gígur tekið að myndast. Hugsanlega hefur nú orðið önnur breyting á aðstæðum. Vissulega hefur dregið úr sprengigosi og það kann að renna stoðum undir þá kenningu að nú renni aftur hraun.


mbl.is Kolniðamyrkur við jökulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sæll,

Ég hef nú aldrei síðan hitamyndavélin var sett upp séð hitastrókana fara hærra en núnan um 23 leytið, þetta eru risavaxnar sprengjur!  Sprengigos eða hraungos, mér lýst alla vega ekki á öskuna sem þessar sprengjur þeyta upp.   Mér sýnist líka að stóri hitabletturinn haldist mjög stöðugur núna en svo hefur ekki verið undanfarna daga.    Þar kemur nú e.t.v. líka til misjafnt skyggni en flest bendir til að hraunrennslið sé jafnara núna og hraunið virðist halda áfram núna niður Gígjökulinn frá stóra hitablettinum.

Ragnar Eiríksson, 13.5.2010 kl. 23:11

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er eitthvað mikið að gerast á svæðinu og því ætti að grípa til tafarlausar rýmingar, það ætti engin að vera nærri þessu sem þarna er í gangi!

Sigurður Haraldsson, 14.5.2010 kl. 00:31

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það var magnaður eldingargangurinn áðan.

En varðandi það sem Sigurður er að velta fyrir sér, þá virðist sem hraunstraumurinn sé að aukast.  Gufubólstrar um allt og stíga hátt.

Marinó G. Njálsson, 14.5.2010 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband