Prumpar landið brúnu gasi?

100512_gervitungl_modis_kl_1228_b.jpg

Hér eru þrjár myndir sem teknar eru frá gervitunglum. Þær sýna okkur fegurð landsins og um leið hrikalegar náttúruhamfarir sem opinbera eðli jarðarinnar.

Og svo hrifinn sem maður er af myndunum fer ekki hjá því að augun hvarfli að gosmekkinum sem gengur suður af landinu eins og ... 

Jæja, kannski er ljótt að segja það, en þarna er rétt eins og landið hreinlega prumpi brúnu gasi.

Veðrið var gott þriðjudaginn 11. maí rétt fyrir klukkan 13 er þessar myndir voru teknar. Skafheiður himinn víða um landið. 

Næsta mynd er ekki síður falleg. Þarna sést strókurinn stefna ákveðið suðaustur á bóginn. Tilgangurinn er án efa sá að trufla flugumferð á Írlandi, Frakklandi, Spáni og Portúgal. 

100512_gervitungl_meris_kl_1248_b.jpg

En það sem sent er af stað kemur stundum í höfuðið á manni aftur. Þannig hefur öskumökkurinn ósjaldan fylgt vestlægum staðvindum frá Spáni og norðanverðri Afríku yfir hafið. Þar lendir askan í lægðarbrautunum sem stefna allan ársins hring norður á bóginn. Askan er því eins og bjúgverpill, kemur til baka . Nú síðastsa í fyrradag þurfti að loka flugvöllum í Reykjavík og Keflavík, að minnsta kosti um stundarsakir.

100512_gefitung_meris_kl_1248.jpg

Neðsta myndin er ekki ólík hinni fyrri. Hún sýnir þó smáatriðin aðeins betur. Og hver skyldu þau nú vera? 

Jú. Sjáið Eyjafjallajökul. Hann er eins og allir vita orðinn kolsvartur, enginn munur er á honum og landinu umhverfis.

Hálfur Mýrdalsjökull hefur líka tekið lit.

Hrikaleg er sú staða að Ísland standi nú ekki alveg undir nafni þegar tveir af fegurstu jöklum landsins eru hlutir gjósku.

Jónas Hallgrímsson hefði áreiðanlega ekki ort Gunnarshólma nema vegna hins hvíta Eyjafjallajökulls sem eykur á tign landsins. Og Gunnar Hámundarson ... Hann hefði aldrei snúið afur á Hlíðarenda ef ekki hefði verið fyrir jökulinn bjarta - þetta  með bleika akra og slegin tún er bara tóm vitleysa. Þau hafa ekkert að segja nema líka sé bjartur jökulskalli sem skín við sólu. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegar myndir, er ekki bara hægt að segja að við gefum skít í aðra eins og þeir fjárglæframenn sem hér hafa riðið röftum, vildi samt óska að þetta færi að hætta.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband