Slæm frétt Reuters fyrir Ísland
11.5.2010 | 18:57
Þessi frétt frá Reuters er ein af þeim sem hæglega getur haft villandi áhrif á áhorfendur. Í henni segir að heimamenn noti grímur. Að vísu kemur líka fram að það sé í litlum bæ en það getur farið framhjá þeim sem eru algjörlega agndofa yfir því að sjá vegfaranda með andlitsgrímu ösla öskuský úr spúandi eldfjalli.
Reuters, þessi fræga fréttastofa, er aðeins að hugsa um fréttina. Líklegast hefur enginn haft samband við hana og beðið um að þess yrði gætt að þannig verði sagt frá eldgosinu á Íslandi að aðeins örlítið brot af landi og þjóð eigi í vanda þess vegna.
Þó svo að enginn fjölmiðill sem vandur er að virðingu sinni flytji villandi fréttir af eldgosinu í Eyjafjallajökli þá gerist það engu að síður. Fjarlægðin og skortur á þekkingu skekkir oft fréttaflutninginn, jafnvel hjá fjölmiðlum hér heima. Næg eru dæmin.
Þar af leiðandi er afskaplega mikilvægt að stjórnvöld og hagsmunaaðilar sinni vandaðri og skipulagðri upplýsingagjöf. Það er ekki nóg að fullyrða að mikið sé gert. Mestu skiptir að rétt sé unnið.
Enn hefur ekkert komið fram að verið sé að vinna að þessum málum að neinni alvöru.
Gosvirknin helst stöðug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.