Góð frétt fyrir útlendinga um eldgosið

onytt_neslist.jpg

Ekki er sama hvernig útskýrt er fyrir útlendingum að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi lítil áhrif á daglegt líf meginþorra Íslendinga. Þann 7. maí gagnrýndi ég hvernig þetta er gert á heimasíðunni www.icelandnaturally.is. Þar voru handarbaksvinnubrögðin hrikaleg.

Nú hef ég legið dálítið yfir textagerð og get fullyrt að þessi sem birtist á heimasíðu Ness listamiðstöðvar (www.neslist.is) á Skagaströnd er miklu betri, þó svo að ég hafi samið hann að mestu leyti.

Everything as usual in Iceland

We wish to remind our visitors and potential visitors to Nes Artist Residency in Skagaströnd that day-to-day life in Iceland carries on as usual.

There is however a volcanic eruption on the south coast. Because of that we want to stress that it has not made any impact on our lives, not here in Skagaströnd or most other parts of the country. Icelanders’ daily life is proceeding quite normally. The only exception is in a very specific area on the South coast.

skagastrond_and_volcano.jpg

Even though the eruption in the glacier is relatively small, airborne volcanic ash has dispersed over a wide area and disrupted air travel in Europe. As strange as it sounds airports in Iceland, Keflavik and Reykjavik, have not been struck by the ash like those in Europe.

So our lives here in Iceland have not changed in any way due to the volcanic eruption. Nevertheless we wish to warn you of exaggerated news reports on the eruption.

If you are not convinced or you have any doubt in your mind about your visit to Skagastrond, please send us an e-mail and we’ll answer a.s.a.p.

This map shows you where we are in relation to the volcano. 

Byrjað er á að segja frá því að daglegt líf sé í lagi á Íslandi, ekki minnst á eldgosið fyrr en í næsta paragraffi. Um leið og eldgosið er nefnt er sagt frá því að áhrif þess séu engin enda eldfjallið langt í burtu.

Og askan hefur haft meiri áhrif á flug í Evrópu en á Íslandi, þetta skiptir auðvitað miklu máli. Einnig er þess getið að fréttir í fjölmiðlum geta verið ýkjukenndar og þá er einfaldlega best að senda tölvupóst og kanna málið.

Þetta er einföld en góð frétt og fullnægir þeim kröfum sem gera þarf til hennar. Svo er það annað mál að í framhaldinu má gefa lengri skýringar á stöðu mála vegna eldgossins. Þess vegna eru í lok fréttarinnar gefnar upp slóðir að áhugaverðum heimasíðum.

Grundvallaratriðið er að segja passlega mikið, valda ekki óróa. Ef forvitni vaknar má gera gefa ítarlegri skýringar.

Fyrstu áhrif skipta mestu máli. Skilji hinn útlendi lesandi fréttina á jákvæðan hátt er eftirleikurinn auðveldur. Misskilji hann hins vegar fréttina er mikil vinna framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband