Hvað er að óttast við Gígjökul?
9.5.2010 | 00:59
Hvers vegna er Þórsmerkurvegur lokaður? Er það til þess að fólk fari sér ekki að voða. Hins vegar fer fólksér almennt ekki að voða. óhöpp og slys eru algjör undantekningartilvik.
Mjög margt er að sjá og skoða á Þórsmerkurleið. Alveg frá þeim stað þar sem vegurinn fór í sundur og að Gígjökli. Þar er hefur fjölmargt gerst sem flestir hafa áhuga á. Og hvers vegna að meina fólki aðgang að gamla lónsstæðinu?
Á sama hátt og fólk fór klakklaust upp á Fimmvörðuháls til að skoða gosið þar þá ætti almenninga að vera treystandi við Gígjökul. Hins vgar má svo sem minnast þess að yfirvöld voru að fara á taugum vegna ferðamannastraumsins upp á Háls og ætluðu að setja þar upp girðingu.
Svo má spyrja þeirrar einföldu spurningar hvort einhver munur sé á svæðinu norðan Eyjafjallajökuls og sunnan megin. Þar er fólki heilmiluð för, þar býr og starfar á annað þúsund manns í alls kyns gjóskufalli.
Hvað er hættulegra við Gígjökul en á öskufallssvæðinu sunnan megin? eitraðar gastengundir ...? Nei, hraunrennsli er hætt, nú er sprengigos. Engin hætta á
Ég fullyrði að staðreyndin sé einfaldlega sú að sýslumaðurinn á Hvolsvelli, sá sem ræður lokunum, hann þori einfaldlega ekki að taka ákvörðun um að opna Þórsmegurveg. Kannski hann ætli að girða jökulinn af.
Svo er það annað mál að yfirvöldum ber að segja frá því sem hvers vegna þau vilji loka vegum. Veit sýslumaður á Hvolsvelli meira um ástandið en við hin?
Ökumenn virða ekki lokanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg er ég hundrað prósent sammála Sýslumanninum!Hvað á að vera að flækjast Þórsmerkurveigin? Ég kem ekki auga á það,nema til að festa bíla í drullupittum eða einhverju álíka gáfulegu. Vegurinn horfinn á löngum köflum, og ekkert nema aur og drulla.Er ekki hægt að sjá það sem hægt er að sjá við Þórólfsfell eða í Fljótshlíðinni.
Þórarinn Baldursson, 9.5.2010 kl. 01:28
Gott og rétt hjá þér Sigurður. Það er með ólíkindum að lokað sé að gamla lónstæðinu. Ætli maður gangi þetta ekki bara, sértaklega þegar og ef hraunstraumurinn kemur þarna niður.
Jón Ingvar Jónsson, 9.5.2010 kl. 05:31
Miðað við þá hegðun Íslendinga að koma sér eins nálægt gosstöð á Fimmvörðuhálsi til að fara svo í kappakstur niður aftur, skil ég sýslumann mjög vel að loka. Ekki síst í ljósi þess að gas og fleira hefur komið niður með vötnunum ofan af jökli. Of seint að byrgja brunn, þegar barn er dottið ofan í.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 07:16
Ég ætla ekki að taka afstöðu til lokunarinnar, held samt að hún sé óþarfi, en það er lokað og þá eiga menn ekki að fara.
Svo er annað, ég er viss um að fólk, sem ekki ætlar að labba að gosinu sem er þá væntannlega bannað líka, sér meira með því að keyra inn Fljótshlíð.
Stundum sést ekkert, stundum sést best með því að fara upp Landveg.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.5.2010 kl. 08:55
Það er önnur hætta á ferð gos nær byggð við jökullinn allar lokanir eru því nauðsynlegar!
Tek það fram að það er mín sýn á því sem þarna er að gerast.
Sigurður Haraldsson, 9.5.2010 kl. 09:19
Var úti og sé að núna sést mökkurinn helst frá Hellisheiði, ekki ólíklegt að hann komi til með að sjást betur seinni partinn og þá mundi ég ekki fara austar en að Landvegi og kannski uppeftir honum, hugsannlega upp hreppa eitthvað eða bara að Selfossi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.5.2010 kl. 09:45
Já góðan daginn,ætli maður gangi ekki bara segir Óskar.Það er einmitt verið að loka inn í Mörk til að hefta aðgang að gamla lónstæðinu vegna þess að það er GAS þar sem lekur auðveldustu leiðina,alveg eins og vatn.Og þar liggur hundurinn grafinn,gasið er svo lúmgst af því að það sést ekki. Ég held að það sé lokað við gígjökul útaf gashættuni og hvernig það hagar sér eins og ég sagði áðann,gas hætta er mjög lítil að sunnan vegna berangurs. En er ekki bannað að fara upp í fjallið fyrir ofan Þorvaldseyri til dæmis?Og sé það bannað þá er það first og fremst út af gashættu í giljum og lautum. Það er mín skoðun drengir góðir að svona lokanir beri að virða,hitt er svo annað að sjónarmið Sigurðar er skiljanlegt frá hans bæjardyrum,hann er búinn að fara ófáar ferðir á jökulinn og nágreni og þekkir það betur enn handarbakið á sér.
Þórarinn Baldursson, 9.5.2010 kl. 10:24
Bestu þakkir fyrir allar athugasemdirnar. Vil bara fá að botna þessar umræður. Nú er ekki lengur fyrir hendi gasmengun við Gígjökul. Þar af leiðandi er mér ekki ljóst hvers vegna Þórsmerkurvegur er áfram lokaður.
Svo til gamans má geta þess að þegar Útivist var að hefja endurbyggingu á skála á Fimmvörðuhálsi um 1990 þá setti einn bóndi sig harðlega á móti framkvæmdinni. Sagðist hreinlega eiga landið þarna uppi. Svo sagðist hann ekkert skilja í þessari áráttu okkar að vaða upp um öll fjöll. Kaupið ykkur bara góðan kíki og lallið niður á Skógasand Þaðan sést ágætlega upp á Hálsinn, sagði hann og meinti hvert orð.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.5.2010 kl. 10:58
Sæll Sigurður,
"Á sama hátt og fólk fór klakklaust upp á Fimmvörðuháls til að skoða gosið þar þá ætti almenninga að vera treystandi við Gígjökul." Ég man ekki betur en að það yrði hörmulegt slys og að karl og kona yrðu úti eftir ferð til að skoða gosið. Íslendingar eru hálfbrjálaðir í rugli þessa dagana, ekkert hefur breyst, og virðast hreinlega hafa tapað rökréttum áttum og þeirri litlu vitglóru sem eftir var.
1. Hvaða þörf hefur almenningur til þess að vera innan seilingarfjarlægð frá kviku?
2. Hvaða þörf hefur almenningur til þess að vera að æða upp á staði þar sem eldgos stendur yfir? Síðast þegar ég las fréttir þá er kvika sem rennur niður stæði Gígjökuls. Þurfa menn að vaða kviku í klof til þess að vera nógu nálægt?
3. Hvað ætlar almenningur að gera ef vindátt breytist skyndilega, sem hún gerir oft eins og allir sem hafa búið á Íslandi vita, og öskufall verður á þeim slóðum þar sem almenningur er og stefnir þeim í hættu?
4. Hvers vegna þarf að taka hámarksáhættu þegar fólk þarf að komast í gersamlega óþarfa rugl? Hafa Íslendingar ekkert lært af ruglinu undanfarin ár?
Hjarðhegðun Íslendinga hefur alltaf verið með eindæmum. Ef Íslenska þjóðin þarf að komast sem fyrst til Helvítis þá er sjálfsagt mikil þörf á að opna eldgosasvæði sem fyrst fyrir almennri umferð svo hún verð greið fyrir þá til að komast í neðra.
Sem áhugamaður um ljósmyndun þá get ég bent á að allar góðar myndir sem ég hef séð frá gosinu eru teknar í verulegri fjarlægð.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 9.5.2010 kl. 17:25
Sæll Arnór. Ég er ekki alveg sammála þér. Hið hörmulega slys sem varð er maður og kona urðu út varð mjög langt frá Fimmvörðuhálsi, raunar á Emstrum.
1. Hraun rennur ekki lengur undir Gígjökli, segja vísindamenn.
2. Í sjálfu sér er heillandi að sjá hraun renna, ég tala auðvitað bara fyrir mína parta.
3. Aska fellur hér og þar sunnan undir Eyjafjallajökli og líka austar. Þar eins og annars staðar verður bara að taka því. Aska skaðar ekki fólk sé vissum varúðarreglum fylgt.
4. Engin áhætta er inni við Gígjökul - Hvorki hámarks né lágmarks ...
Ég er ekki alveg viss um að leiðin til helvítis sé í gegnum eldfjöll, það getur þó verið misskilningur.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.5.2010 kl. 18:54
Sú taugaveiklun sem er í gangi hjá stjórnvöldum gagnvart þessu gosi er með ólíkindum. Það er eins og það hafi aldrei fyrr gosið á Íslandi.
Hversu mörg alvarleg slys hafa orðið vegna eldgosa hjá okkur í tímans rás? Þá er ég að tala um slys sem rekja má til eldgosanna sjálfra. Ekki slys sem verða í fleiri kílómeta fjarlægð, þó hægt sé að rekja þau óbeint til eldgoss.
Gunnar Heiðarsson, 9.5.2010 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.