Einföld og skiljanleg lýsing

100506_tafla_jar_frae_ings.jpgGrein Sigmundar Einarsonar er fróðleg, jafnvel fyrir leikmenn. Sérstaklega er ástæða til að hvetja fólk að lesa greinina í vef Nátúrufræðistofnunar.

Hún er afar skiljanleg þó það sé kannski aðeins fyrir jarðfræðinga að leggja dóm á trúverðugleikann. 

Talflan sem Sigmundur birtir eru þó met. Af henni má skilja meginefni greinarinnar. 

Allt á að hafa breyst eftir 1950 og hversu vitlaus sem maður er þá fer ekki hjá því að maður skilji svona einfalda framsetningu.

Í texta með töflunni segir: 

Taflan sýnir eldgos á Suðurlandi, í Vestmannaeyjum og í Grímsvötnum á tímabilinu 1701 til 2010, skipt eftir aldarfjórðungum. Einnig eru sýnd hlaup úr Skaftárkötlum. Aðeins er sýnt upphafsár eldgosa þó sum þeirra hafi varað lengur. Merkjanleg breyting varð á hegðun sumra þessara eldstöðva nálægt miðri 20. öld og eru mörkin sýnd með litarbreytingu. Græni liturinn sýnir gos sem fylgja hegðun síðustu alda. Rauði liturinn sýnir gos sem víkja frá meginhegðun. Rauða línan markar árslok 1950. [Smellið á töflu til að stækka] 

mbl.is Hjarðhegðun eldstöðva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kanski kjöftuðu jarðskjálftarnir sem "laumuðust austureftir" frá því sem var að gerast - vonandi komust þeir ekki til Kröflu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.5.2010 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband