Markaðsátak án markaðsáætlunar

Alveg er þetta nú ofboðslega flott hjá ríkisstjórninni, hugsar lesandinn og hallar sér aftur í stólnum með kaffibollann. En hvorki honum né blaða- og fréttamönnum dettur í hug að spyrja mikilvægustu spurningana.

Til hvers á að nota þessa peninga? Hvers vegna tvisvar sinnum 350 milljónir króna? Er það nákvæmlega það fé sem dugar til að leiðrétta þá fækkun útlendra ferðamanna sem búist var við hingað til lands?

Eða er bara verið að klóra í bakkann?

Hvergi hefur komið fram nein markaðsáætlun. Engin sundurliðun hefur verið lögð fram á útgjaldaliðum átaksins, hvorki auglýsingum í fjölmiðlum, kynningarefni, netkynningu eða öðru. Ekkert.

Hvenig er þá hægt að hugsa upp og leggja fram 700 milljónir?

Á markaðsátakið að passa innan ramma fjárhæðarinnar eða hefur fjárhæðin verið sniðin um markaðsátakið? 

Ég las fréttatilkynningu iðnaðarráðuneytisins sem er upp á tvær blaðsíðu og hefur þá háleitu fyrirsögn: Þjóðarátak um að bjóða fólk velkomið til Íslands. Þar segir ráðherrann: 

Öllum Íslendingum, fyrirtækjum, einstaklingum, samtökum og hópum verður boðið að nota sér það auglýsinga- og kynningarefni sem framleitt verður og nýta í sínum tengslanetum og samskiptum til þess að bjóða fólk og ferðamenn velkomna til Íslands. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í átakinu.

Þetta segir mér það eitt að ekkert er vitað hvernig ráðstafa eigi peningunum og fyrst var skoðað hversu mikið mætti kría út úr ríkissjóði og öðrum aðilum. Svo var haldinn fundur og gerð fréttatilkynning.

Og svo er það seinni blaðsíðan á fréttatilkynningunni. Hún er tóm. Ekkert er stafkrókur á henni nema skjaldarmerkið og heimilsfang ráðuneytisins. Í raun hefði hin blaðsíðan líka mátt vera tóm svo óskaplega mörgum spurningum er enn ósvarað um þetta markaðsátak og peningana.



mbl.is 700 milljónir króna í markaðsátak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála

Sukkið heldur áfram

þrællinn borgar

Æsir (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 17:35

2 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Þetta er ein allsherjar vitleysa.

Ísland hefur aldrei verið jafn mikið í fréttunum og nú.

Ferðamenn koma liklegast í auknum mæli í sumar, burtséð frá þessu átaki. Það er eftir öðru hjá þessum pólitísku dólgum, það er örugglega fiskur undir steini! Eina sem þeir kunna er að eyða því litla sem til er af skattfé.

Hvar fá Icelandair peninga til að leggja á móti ?

Þetta er sukk af verstu gerð. Datt þeim ekki í hug að hjálpa fjölskylduhjálpinni, mærastyrksnefnd, og lífeyrisþegum ?

Birgir Rúnar Sæmundsson, 4.5.2010 kl. 20:02

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er einn stór skrípaleikur eins og flest allt hjá þessari ríkisstjórn. Þetta eru rúmlega 2.000 kr. á hvern mannsbarn á Íslandi eða um fimm þúsund krónur á hvern vinnandi mann. Væri ekki nær að lækka bara skattana!

Sumarliði Einar Daðason, 4.5.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband