18 jarðskjálftar á einum sólarhring

100504_jar_skjalfagrof.jpg
Eftir talsvert langt hlé skalf jörð á og við Eyjafjallajökul í gær og nótt. alls voru þetta 18 skjálftar.

Tvennt vekur athygli leikmannsins.

Skjálftarnir eiga rætur sínar í kringum eldstöðina. Eins og sjá má á kortinu eru þeir í nokkuð beinni línu frá Þórólfsfelli og yfir jökulinn.

Flestir eru hnappi í kringum toppgíg Eyjafjallajökuls og allt út á Markarfljótseyrar. Einnig hafa orðið skjálftar sunnan í jöklinum, langt niður fyrir syðsta gíginn, þann sem olli flóðinu í Svaðbælisá.

Hið seinna sem vekur athygli mína er að skjálftarnir koma í „kippum“ ef svo má orða það.

Styrkurinn er svona frá 2 á Richter og upp í þrjá.

Allir eru skjálftarnir mjög djúpir, allt niður í 17 km. Í morgun koma svo grynnri skjálftar sem líklega er einhver kitlingur í kringum kvikuhólfið undir jöklinu, þ.e. milli eins og þriggja km djúpir.

1004121skyringamynd_987643.jpg

og til að setja þetta allt í samhengi er hér þversnið sem Páll Einarsson jarðfræðingu hefur gert af undirdjúpum Kötlu og Eyjafjallajökuls.

Jarðskjálftarnir eru því mjög djúpir, miklu dýpri en kortið sýnir. Hins vegar má sjá að grunnu skjálftarnir eru greinilega í kringum kvikuhólfið. 

Allt er þetta mjög athyglisvert og fróðlegt en það vantar niðurstöðuna. Hvers vegna í ósköpunum verða svona margir skjálftar. Hvað skýring er á þeim djúpu? er einhver skýring á þeim grunnu? Hvers vegna eru þeir í einum hnapp? 


mbl.is Kolsvartur mökkur frá gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Mér finnst fræðingarnir heldur slappir í að útskýra það sem er í gangi eins og t.d. þessa jarðskjálfta sem eru mjög athyglisverðir.  Ég mundi nú ætla að djúpu skjálftarnir þýði annaðhvort að meiri kvika er að troða sér upp undir fjallið - eða hitt að þetta séu skjálftar að völdum samfalls vegna þess að einhver hólf eru að tæmast á þessu dýpi.   Þessir grunni sem komu í eini lotu einnnig er sjálfsagt ens og þú segir einhver átök við kvikuhólfið,, eða öllu heldur kvikuvasann sem er reyndar sennilega orðin tómur enda gjóskan dekkri og sennilega meira basalt í henni en áður.  ÉG man að Haraldur eldjallafræðingur talaði um í upphafi gossins að þetta væri líparít vasi sennilega í "geymslu" frá gosinu árið 920 sem basaltgangur hafi skotist í gegnum , blandast og myndað andesítið í upphafi gossins.  Nú er líparítið sennilega á þrotum.

Óskar, 4.5.2010 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband