Kjósendur fíflast ekki á kjördegi

Enginn þorir að segja sannleikann um Besta flokkinn. Allir eru dauðhræddir um að verða kallaðir húmorslausir og leiðinlegir. Hins vegar hugsa flestir á þá leið að þetta sé nú meiri bölvuð vitleysan.

Besti flokkurinn er ekkert annað en grín manna sem hafa engan áhuga á stjórnun, fjármálum, stefnumörkun eða öðru því sem tilheyrir. Ekki þar fyrir að margir þeir sem bjóða fram í öðrum flokkum eru ekki mikið skárri að þessu leyti. Hins vegar myndi nú heyrast hljóð úr horni ef slíkir myndu segjast vera í stjórnmálum til að græða, koma ættingjum og vinum að í borgarkerfinu eða banna íbúum nágrannasveitarfélaga að nýta sér þjónustu borgarinnar.

Auðvitað er Besti flokkurinn hvorki alvöru flokkur né er hann að hæðast að þeim stjórnmálaflokkum sem fyrir eru. Hann er bara uppstand manns sem er þekktur sem leikari og útvarpsmaður.

Flestar líkur benda til þess að kjósendur séu ekki fífl. Þar af leiðandi er ekki ólíklegt að úr fylgi Besta flokksins dragi eftir því sem nær dregur kosningum.

Hvað skyldi gerast nái Besti flokkurinn að verða stærsti flokkurinn á kjördegi. Vá ... það væri svipað eins og Ólafur Magnússon myndi rísa upp frá ... þeim stað sem hann er núna ... og gerast borgarstjóri. Ekki veit ég hvort ég myndi hlægja eða gráta ef það gerðist. 


mbl.is Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tel enga ástæðu til að ætla að fólkið í Besta flokknum axli ekki sína ábyrgð ef á hana reynir. Þau sigla í það minnsta ekki undir fölsku flaggi eða draga á eftir sér pólitískan syndaslóða.

Talandi um Ólaf M., þá þarf varla að minna nokkurn mann á hverjir gerðu hann að borgarstjóra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 19:30

2 Smámynd: Hamarinn

Það þarf heldur ekki að minna á hvers vegna þeir gerðu hann að borgarstjóra um stundarsakir.

Hamarinn, 30.4.2010 kl. 19:38

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Áróðurinn gegn Sjálfstæðisflokknum er búinn að vera svo gengdarlaus að múgsefjunin hefur ná nýjum hæðum.

Jón Gnarr nýtur líka verka Jóns Ásgeirs og hans fjölmiðla -

enn einn sigur Jóns Ásgeirs - núna í formi ótrúlegrar útkomu könnunar - áður hefur honum tekist að halda stjórn á gífurlegum fjármunum þrátt fyrir það tjón sem hann hefur valdið þjóðinni.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.4.2010 kl. 19:40

4 Smámynd: Hamarinn

Mikið rosalega eru sumir sjálfstæðisflokksdýrkendur KLIKKAÐIR.

Hvar sem þessi maður kemur vellur upp úr honum vitleysan.

Hamarinn, 30.4.2010 kl. 20:07

5 identicon

Ég skil ekki hversvegna þér er svo í nöp við Besta flokkinn. Besti flokkurinn vill einungis það besta fyrir borgina og borgarbúa. Varla ertu að segja að borgarbúar eigi ekki það besta skilið?

Áfram Besti flokkurinn og áfram allskonar!

Höjkur Ísbjörn (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 20:35

6 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Þú segir: Kjósendur fíflast ekki á kjördegi

Stjórnmálamenn fíflast hinsvegar með kjósendur allt kjörtímabilið.

Eyjólfur Sturlaugsson, 30.4.2010 kl. 21:02

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sigurður pislahöfundur segir: "Flestar líkur benda til þess að kjósendur séu ekki fífl"? Já og fíflunum fer FÆKKANDI með hverjum deginum. Við það minnkar Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir treysta á fíflin. Að þeir kjósi Sjálfstðisflokkinn án þess að hugsa. Þessi lýsing á þér Sigurður að þú værir húmorslaus og leiðinlegur passar ekki. Ég held að þú sért fífl, og þau eru alltaf skemmtileg....

Óskar Arnórsson, 1.5.2010 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband