Nokkur verkefni fyrir Morgunblaðið

Þar sem ekkert stórkostlegt „fjör“ er í gosinu í Eyjafjallajökli væri ráð fyrir Morgunblaðið að kanna dálítið aðstæður. Nefni eftirfarandi til dæmis:

  1. Þórsmerkurvegur er í sundur frá Langanesi og að Gígjökli. Hversu umfangsmiklar eru skemmdirnar? Hvað er eftir af varnargörðum sem reistir voru á síðustu árum? 
  2. Hvernig er hægt að endubyggja veginn, þ.e.a.s. hætti gosið? Eða er nokkur ástæða til að endurbyggja hann? Hvernig eru aðstæður fyrir framan jökulgarða Gígjökuls, er fært þar fyrir bíla hætti gosið eða er nýji jarðvegurinn erfiður, t.d. í vætutíð? 
  3. Þarf brú yfir affallið úr Gígjökli?
  4. Haldi gosið áfram í þeim dúr sem það er núna er ástæða til að gera veg yfir Markarfljótsaura og kannski brú (bílabrú eða göngubrú) yfir Markarfljót svo hægt sé að komast í Húsadal, Langadal og Bása?
  5. Hvernig er staðan á Fimmvörðuhálsi? Er hægt að leggja gönguleið yfir nýja hraunið á þeim stað þar sem hún var?
  6. Er ástæða til að friða eldgígana og hraunin á Fimmvörðuhálsi og koma þannig í veg fyrir að þeir verði fyrir átroðningi?
  7. Í hvernig ástandi er gönguleiðin milli Bása og hraunsins á Fimmvörðuhálsi eftir umferðina vegna gossins? Umhverfisstofnun hyggst laga þá, en hvernig ætlar hún að gera það og hversu varanleg er sú viðgerð?
Eflaust mætti telja upp fleira en þetta hlýtur nú að vera ágætt verkefni fyrir blaðamann og ljósmyndara ef þeir hafa áhuga og þekkja eitthvað til á þessum slóðum.

 


mbl.is 50 tonn af hrauni á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: eir@si

Alveg rosalega er ég þér sammála en fréttamatið er því miður ekki þetta.

Það sem er einfaldast að búa til og fær reyndar e.t.v. flesta til að staldra við er "sjónarspilið" ógurlega.  Það að nefna einhverja tölu um rúmmetra eða tonn af hrauni á sekúndu er svona "sjónarspilsfrétt" sem líklega vekur áhuga margra og engin fyrirhöfn er að búa til.

Og á sama tíma er þér, mér og almennt öllum öðrum bannað að fara að skoða hvernig er umhorfs í kringum Gígjökulinn!

Getur þú annars ekki sótt um blaðamannapassa?

eir@si, 30.4.2010 kl. 11:58

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ágætar pælingar en tæplega tímabærar. Það væri þó gott að fá góðar ljósmyndir af svæðinu, bæði fyrir og eftir gos til samanburðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 12:01

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mjög góðar vangaveltur. Hvernig viljum við hafa aðgengina að Þórsmörk í framtíðinni? Eigum við að byggja betri vegi og brýr? Væri það ekki til að auka um of aðgengi á fögrum stöðum? Líklegt er að flestir vilji hafa þetta eins og verið hefur.

Eldgosin er góður hvalreki fyrir Morgunblaðið. Það setti mjög niður þegar eigandi þess réð sér pólitískan ritstjóra. Eldgos er ekki pólitík og því fremur ólíklegt að takist að leggja út af því pólitískt.

Með þessari góðu fréttamennsku hefur Morgunblaðið rétt sig af þessari slæmu pólitísku slagsíðu. Og vonandi verður haldið áfram á þeirri leið. Morgunblaðið á ekki að vera pólitískur þraspóll heldur góður og vandaður fréttamiðill og vettvangur skoðanaskipta.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.4.2010 kl. 12:38

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Er, ég er sammála þér. Hins vegar held ég að það verðu upplit á sýslumanni ef ég segðist vera bloggari sem þyrfti að skoða Gígjökul og nágrenni og þyrfti þar af leiðandi aðgangsheimild sem blaðamaður ...

Gunnar, þetta er aðalatriðið. Engum dettur annað í hug ena að sýna myndir af gosmekki með eða án eldinga.

Guðjón, gott að við erum sammála um framtíðaðgengið, auðvitað þarf að pæla í því. Mogginn er góður fjölmiðill og hefur gott starfsfólk en alltaf má gera betur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.4.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband