Röng lýsing stjórnmálafræðingsins
29.4.2010 | 18:47
Þetta er tómur misskilningur hjá stjórnmálafræðingnum að íslensk umræðuhefð sé stóryrt með aulabröndurum frekar en skoðanaskiptum. Slíkt gerist í öllum löndum og þykir ekki tiltökumál þó ræður séu kryddaðar á þann veg. Í heildina má segja að hefðin sé frekar með rökum þó um það megi kannski deila hvort einstaka stjórnmálamenn kveði heldur fast að orði.
Stóri gallinn á umræðunum og þá sérstaklega hjá ráðherrum, ýmsum stjórnmálamönnum og embættismönnum er hversu ómarkvissir þeir eru í röksemdum sínum. Menn forðast eins og þeir lifandi geta að taka klára afstöðu, tala hreint út. Þeir eru hræddir við að snúið verði út úr máli þeirra, hræddir um að hafa rangt fyrir sér, hræddir um að þeir séu ekki nógu rökfastir og sumir eru það ekki. Þess vegna verður umræðuhefðin eins og tipl kattarins í kringum heita grautinn.
Sé skortur á virðingu fyrir sérfræðingum þá er það fyrst og fremst vegna þess að þeir eru margir hverjir rétt eins og hér var lýst að framan, tala ekki hreint út.
Íslensk umræðuhefð líkist Morfís-keppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Með rökum já...
Hver voru rökin með stuðningsyfirlýsingunni með árásinni á Írak? Hver voru rökin með virkjununum sem spretta eins og gorkúlur á Suð-vesturhorninu? Hver voru rökin með þeirri ákvörðun að henda hælisleitendum eins og rusli suður til Grikklands án þess að taka mál þeirra fyrir? Hver voru rökin með því að afnema sparisjóðsfyrirkomulagið? Hver voru rökin með því að innleiða ósanngjarnt fjármálakerfi? Hver voru rökin með því kerfisbinda arðrán gegn sjómönnum og fiskvinnslufólki?
Nei, ég held að þið Ólafur hafið báðir rangt fyrir ykkur. Íslensk umræðuhefði byggist á að lágmarka umræður og framkvæma hluti með því að tala sem minnst um þá
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.