Óróamælingar á fjármálaráðherranum

Guðbjartu Hannesson, forseti Alþingis, segir réttilega að það hafi tíðkast að ráðherrar gefi út yfirlýsingar um fjárútlát ríkisins án samráðs við Alþingi.

Svona eru menn nú fljóti að gleyma. Var þetta ekki nákvæmlega eitt af því sem núverandi stjórnarherrar og konur gagnrýndu fyrri ríkisstjórnir fyrir? Ó, jú.

Nú standa mál þannig að fjármálaráðherra sem áður var einn af þeim kjaftforustu á þingi passar manna best upp á kerfið. Forsætisráðherrann sem áður þandi sig og barðist um af hæl og hnakka fyrir þá sem minna mega sín segir minnst um annað en Sjálfstæðisflokkinn. Viðskiptaráðherrann semvar framarlega í búsáhaldabyltingunni miðlar lítt upplýsingum, veit ekkert hverjir eiga bankanna og passar ofurvel upp á kerfið.

Tímarnir hafa breyst. Nú halda þeir sér saman sem áður stóðu á götuhornum, nú verja gagnrýnendur kerfisins sjálft kerfið af öllum mætti og síðast en ekki síst hunsa þeir Alþingi og breyta fjárlögunum í hvert sinn sem þeir halda ræðu. Einu sinni var forsætisráðherra hér á landi sem var heldur málglaður og mátti sjá að gengi íslensku krónunnar lækkaði við hverja ræðu sem hann flutti.  

Fjárlögin eru að verða eins og óróamælingarnar í Eyjafjallajökli. Í hvert sinn sem fjármálaráðherra opnar munnin verða breytingar á fjárlögum - til útgjaldamegin.


mbl.is Ráðherrar útdeili ekki peningum í sjónvarpsviðtölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband