Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Ríkinu bannað að rukka félagsgjöld
27.4.2010 | 11:18
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er afar merkilegur. Hann þýðir á einföldu máli að Samtökum iðnaðarins sé óheimilt að vera áskrifendur að skattfé. Með öðrum orðum, ríkisvaldinu er bannað að vera rukka félagsgjöld af iðnfyrirtækjum og afhenda það Samtökum iðnaðarins.
Hér er um að ræða réttlætismál hvaða skoðun sem menn hafa annars á hinum ágætu samtökum. Réttlætið er í því fólgið í því að engum, hvorki einstaklingum, fyrirtækjum eða samtökum þeirra er skylt að inna af hendi fé gegn vilja þeirra. Nauðung af slíku tagi hefur nú verið dæmd ólögmæt. Því bera að fagna.
Iðnaðarmálagjald andstætt félagafrelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 4
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 107
- Frá upphafi: 1646992
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað með skatta og önnur gjöld, sem flestir borga nauðugir?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.4.2010 kl. 12:53
OK.!
Ég skil nú að maður borgi skatta til samfélagsins, en hvaða þýðingu hefur þetta í raun fyrir
hinn almenna ríkisþegn ?
"Ríkisvaldinu er bannað að vera rukka félagsgjöld af [iðn]fyrirtækjum og afhenda það Samtökum [iðnaðarins]."
Ég greiði m.a. í lífeyrissjóð, en nauðugur, því þeir hafa brennt allt fé í snjöllum spekúlasjónum. Hvað fleira mætti yfirfæra dóm þennan á spyr ég.?
Árni Þór Björnsson, 27.4.2010 kl. 14:55
Munurinn á lögbundnum persónulegum greiðslum, t.d. í lífeyrissjóð, og skattlagningu ætti nú að vera flestum ljós. Iðnaðarmálagjald er undarleg álagning, skattur, sem lagður er á fólk og fyrirtæki í iðnrekstri. Það fé sem ríkið fær í kassann greiðir það að öllu leyti til Samtaka iðnaðarins. Þetta hefur lengi verið gagnrýnt hér á landi og lögspekingar dregið í efa að gjörningurinn standist lög. Af slíku tagi er líka útvarpsgjald. Það er innheimt sem skattur, nauðung, hvort sem fólk nýtir sér útvarps- eða sjónvarpsþjónustu ríkisins. Er eitthver sanngirni í svona þvingun?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.4.2010 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.