Fréttin gefur ekki nægar upplýsingar

Þessi frétt er ekki fullnægjandi. Engar upplýsingar eru um staðsetningu suðurgígsins t.d. miðað við toppgíg Eyjafjallajökuls. Aðeins látið uppi að hann sé „á sunnanverðum“ jöklinum og í 1450 m hæð. Það vita nú flestir þar sem vatnið sem „gígurinn bræddi“ uppgötvaðist í Svaðbælisá og olli hörmungum á láglendinu þarna fyrir neðan.

Var ekki hægt að sníkja fleiri myndir af Jóni Viðari Sigurðssyni, jarðfræðingi? Hann hlýtur að hafa takið fjölda mynda. 

Var gígurinn sjálfur sjáanlegur, braust hann í gegnum jökulinn og var gjóska í kringum þann stað sem hann braust í gegn eða braust vatnið fram fyrir neðan gíginn bara fram vegna þess mikla bratta sem þarna er á jöklinum?

Svo má spyrja hvort einhver tenging sé við nyrðri gígana eða er rim toppgígsins ósködduð? Sé engin bein tenging sjáanleg milli suðurgígsins og þeirra nyrðri má ætla að fært sé á milli þeirra, að minnsta kosti fyrir göngumenn ... (það er að segja eftir gos).

Auðvitað koma þessar upplýsingar allar fram um síðar. Jón Viðar gerir skýrslu um ferð sína sem birt verður á vef Veðurstofunnar eða Jarðvísindastofnunar. Hins vegar má Morgunblaðið taka með í reikninginn að fjöldi fólks vill eindregið fá meiri upplýsingar sem allra fyrst. Sá sem þetta ritar er alls ekki einn. 


mbl.is Mikilfenglegar jökulbrýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt, var einmitt að segja það sama ... eða svipað ... heyrðu Sigurður, get ég fengið þig til að gera mér dálítinn greiða?

Ég get allt í einu ekki opnað athugasemdirnar hjá mér inni í stjórnborðinu, þ.e. ef ég til dæmis myndi vilja eyða athugasemd þá get ég það allt í einu ekki.

Er sama í gangi hjá þér, eða er þetta bara hjá mér?

Geturðu t.d. eytt þesssari athugasemd?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 21:28

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tek undir með þér Sigurður, fleiri myndir hefði verið gaman að fá. Ég þekki Jón Viðar nokkuð og veit að hann hefur tekið mikið af góðum myndum.

Gunnar Heiðarsson, 25.4.2010 kl. 21:35

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Guðbergur, mér hefur bara aldrei dottið í hug að eyða athugasemd. Hef þó leitt hugan að því að nauðsynlegt væri að farga eigin bulli. Því miður kann ég engin ráð nema að eyða bloggfærslunni allri og setja hana síðan aftur inn.

Sæll Gunnar. Þú kannski gaukar því að mér við tækifæri hvar Jón Viðar ætlar að birta myndirnar sínar. Ég e nokkuð spenntur að fá að sjá þær. Hef svo afar lítinn áhuga á að sjá sjálfsagða hluti eins og gufumekki, ísbrýr eða öskufall. Það eru allt fylgihlutir eldgoss í jökli. Hef meiri áhuga á umhverfinu og breytingum á landslagi. Auk þess er Eyjafjallajökull í sérstöku uppáhaldi hjá mér (ásamt Snæfellsjökli og Eiríksjökli) og vil því fylgjast með því sem eldgosið gerir honum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.4.2010 kl. 21:47

4 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Fréttir á Íslandi í hnotskurn, stuttar og vantar staðreyndir og upplýsingar. Of oft þarf ég að skoða erlendar fréttasíður til þess að reyna finna það sem sleppt var úr á íslensku síðunum.

Tómas Waagfjörð, 25.4.2010 kl. 21:58

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll, ég sá um daginn kort sem sýnir hvar gígarnir eru, þar mátti sjá umræddan suðurgíg fyrir sunnan stóru gígskálina í Eyjafjallajökli.

Beinn linkur á myndina er hér

og er fengin af síðu Jarðvísindastofnunar H.í. http://www.jardvis.hi.is/page/jardvis_eyjo_kort

Emil Hannes Valgeirsson, 25.4.2010 kl. 22:41

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ath. Myndin sjálf er frekar þungt PDF skjal.

Emil Hannes Valgeirsson, 25.4.2010 kl. 22:44

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Emil. Var búinn að hlaða niður þessari mynd. Þótti ánægjulegt að sjá að þeir hjá Jarðvísindastofnun eru farnir að setja örnefni og skýringar inn á myndir. Mestan áhuga hef ég á því að sjá svæðið ofan við suðurgíginn. Enn hefur engin mynd birst af því. Kannski er slík mynd bara ekki til.

Tómas, gott að heyra að ég er ekki einn um það að þurfa að skoða erlendar fréttasíður til að skilja samhengi máls og fá fyllri upplýsingar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.4.2010 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband