Nokkuð algengt að sjá gíg í gíg

Gígur innan í gíg. Þetta sér maður víða. Í augnablikinu man ég eftir Búðarkletti á Snæfellsnesi. Hann er forn eldgígur. Inni í honum er annar smærri, afskaplega fallegur gígur. Man líka eftir stórum gíg við Frostastaðaháls skammt frá Landmannalaugum. Inni í honum er annar smærri.

Án efa má telja upp fleiri svona kynlega gíga. Þeir myndast örugglega þannig að dregið hefur úr eldsumbrotum eða þær stöðvast tímabundið og síðan byrjar eldgos að nýju og stendur í skamman tíma. 


mbl.is Nýr gígur kominn í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Olgeir Engilbertsson

Getur verið að hraun frá þessum gíg sé að bræða jökulís og þaðan sé komið aukið rennsli undan Gígjöklinum í gær og í dag. Það er greinilegra meira í Jökulsánni en fyrir nokkrum dögum

Olgeir Engilbertsson, 23.4.2010 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband