Breytingar á fljótinu undan Gígjökli
22.4.2010 | 09:41
Enda þótt nóttin hafi verið róleg á gosstöðvunum þá hafa orðið smávægilegar breytingar.
Á vefmyndavél Vodafone sést að minna er í fljótinu sem kemur undan Gígjökli en í gær. Þá var greinileg vatnsaukning allt frá klukkan 13 og fram á nótt.
Þetta hefur víða vakið athygli bæði vísindamanna og áhugamanna erlendis en ekki hef ég heyrt um nein viðbrögð hérlendis nema í þessari frétt. Þetta má m.a. sjá á raðmyndum úr vefmyndavél Vodafone á Picasa, sjá http://picasaweb.google.com/102175391233488315229/EyjafjallajokullVolcano21thOfApril2010#
Önnur helsta breytingin er sú að fljótið undan Gígjökli rennur ekki lengur beint út í Markarfljót heldur leggst nú vestur með landinu í áttina að Langanesi. Ekki er hægt að sjá á vefmyndavélum hversu langt fljótið rennur áður en það sameinast Markarfljóti.
Breytinguna má sjá á þessum tveimur myndum. Sú efri er frá því 9:15 í morgun. Hin er frá því 18:45 í gær. Greinilegt er að vatnið er miklu meira í gær. Ljóst var fyrir nokkrum dögum að fljótið væri að hlaða undir sig og myndi fljótlega falla til vesturs.
Loks má nefna að Páll Einarsson, jarðfræðingur, hefur endurgert þverskurðarmynd sína sem sýnir stöðuna undir Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli. Mjög fróðleg skýringarmynd.
Efri myndin er sú nýja.
Nóttin róleg í nágrenni eldstöðvanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.