Bendir þetta til að gosið sé að minnka
21.4.2010 | 18:51
Eldgosið í Ayyahfyahlahyerkuhli er ekki í rénun. Það getur hver og einn séð með því að skoða vefmyndavél Vodafone og óróamælingarnar eins og þær birtast á vef Veðurstofunar.
Ekki sýnist mér annað en að eftir smá niðurslag þá sé óróinn meiri kl. 18:30 en verið hefur frá upphafi goss.
Lítum svo á mynd af fljótinu sem kemur undan Gígjökli. Það er miklu meira en var í morgun um kl. 9:30 og þannig hefur rennslið verið frá því um hádegi.
Þetta er í raun ekkert smáræði. Gæti trúað því að vatnsmagnið hafi aukist um helming.
Svo er líka forvitnilegt að sjá að vatnið rennur til hægri en ekki beint fram eins og það hefur að mestu leyti gert frá upphafi. Skýringin liggur líklega í því að framburður fljótsins er svo mikill að hann sest smám saman eftir því sem fallið eða straumurinn minnkar. Þannig myndast einhvers konar árkeila beint framan við opið á jökulruðningnum og fljótið á ekki neins annars úrkosta en að renna til hægri, það er vesturs.
Svo er bara að bíða eftir því að jarðfræðingarnir komi með skýringar sem meika einhvern sens eins og sagt er.
Fylgjast grannt með gangi mála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi skemmtilega stafsetning á Ayyahfyahlahyerkuhli, er hún til almennra nota eða áskilur þú þér einkarétt?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 19:05
Hvað þig varðar gæti ég hugsað mér einhvers konar skipti ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.4.2010 kl. 19:07
Alveg sjálfsagt. Hvað segirðu um þrjú soðin egg í poka?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 19:20
Var nú frekar að hugsa um hraunskóna þína ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.4.2010 kl. 19:21
Maður fylgist bara vel með.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2010 kl. 19:29
Alveg sjálfsagt ... sendi þér par ... og Fattara í kaupbæti ... ég veit að ÞIG vantar ekki Fattara en þú veist áreiðanlega um nokkra sem vantar svoleiðis - sárlega.
Og é má þá semsagt nota Ayyahfyahlahyerkuhli?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 20:15
Nei, slepptu skónum. Sendu mér tvo fattara í staðinn. Sko, mér veitir ekki af, skil hvorki jarðfræðinga eða stjórnmálafræðinga. þá máttu nota Ayyahfyahlahyerkuhl án þess að geta um heimildir. Ásdís Sig er vitni.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.4.2010 kl. 20:25
Díll!
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 00:39
Gleðilegt sumar! Sigurður vatnið í ánni jókst um kl 17 ég horfði á það aukast.
Þórarinn Baldursson, 22.4.2010 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.