Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch

Sumir Íslendingar eru dálítið viðkvæmir fyrir því er útlendingar gera grín að tungumálinu okkar og ekki síður staðarnöfnum. Ég er einn af þeim. Býst hér með til varnar.

Munum að tungumál mannkyns eru mörg hver ólík þó sum séu tengd. Kunnugt er að yfirlætisfullar enskumælandi þjóðir, ekki síst Bretar og Bandaríkjamenn, eiga það til að þýða örnefni og staðarnöfn. Enskan á bara að ráða ríkjum, hún reynir að ryðja öllum öðrum tungumálum til hliðar.

Verð þó að viðurkenna að svona heimsvaldastefna birtist nú oft hjá okkur Íslendingum, við þýðum oft staðarnöfn í öðrum löndum. Við erum ekki heldur lausir við það að gera grín að tungumálum annarra.

Þó ég sé nær algjörlega laus við heimsvaldastefnu íslenskunnar get ég ekki stillt mig um að birta nokkur staðarnöfn sem ég tók saman af handahófi. Tilgangurinn er að sýna fram á að enskumælandi þjóðir hafa ekkert efni á að gera lítið úr hinum fagra Ayyahfyahlahyerkuhl - þó menn séu pirraðir á gosinu.

Wales: Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch eða Angelsey

England:Readymoney, Cove Cornwall 

Kanada: Penetanguishine

Bandaríkin: Brown Material Road Lost Hills, Kaliforníu, Intercourse, Pennsylvania, Embarrass, Wisconsin

Ástralía. Burrumbuttock New South Wales, Middle Intercourse Island

 


mbl.is Sungið um ay-yah-FYAH-lah-yer-kuhl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Lagið um jökulinn er ágætt. Við VERÐUM að gera okkur grein fyrir því að Ísland og íslenska eru ekki í miðju alheimsins. Því væri ágætt að fylgja fordæmi íslensku konunnar sem talaði í sjónvarpsþætti vestra og sýndi, með vísun í hljóð sem heimamenn þekkja, hvernig orðið væri borið fram.

Flosi Kristjánsson, 21.4.2010 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband