Hægðatregða með gasverkjum og innantökum
20.4.2010 | 15:43
Gosmökkurinn fellur nú til norðurs eða norðausturs samkvæmt mynd úr vefmyndavél Vodafone á Þórólfsfelli og hér fylgir.
Frekar dimmt er yfir og hafi ekki nú þegar fallið aska í Húsadal má reikna með því að það gerist hvað úr hverju.
Líklega má rekja drunurnar til breyttrar vindáttar nema því aðeins að innantökur Eyjafjallajökuls séu svo miklar að fólk sé farið að heyra til þeirra. Þetta er auðvitað ekki alveg rétt enda segir eftirfarandi um líðan jökulins á vef Veðurstofunnar:
Dynkir hafa heyrst og fundist víða undir Eyjafjöllum og austur af þeim; og betur eftir að vind tók að lægja. Þarna er mjög seig kvika sem gerir það að verkum að gassprengingar verða mun öflugri heldur en þegar um þunna kviku er að ræða, eins og var á Fimmvörðuhálsi. Sprengingarnar mynda þessar höggbylgjur sem heyrast og finnast í margra kílómetra fjarlægð.
Sé þessi klausa þýdd á mannamál þá er átt við að mikil hægðatregða sé í Eyjafjallajökli og fylgja gasverkir og innantökur.
Drunur og dynkir frá eldgosinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Facebook
Athugasemdir
fjallið gubbar
Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2010 kl. 16:22
Sæll Sigurður,
Þú ert nú dável að þér í eldfjallafræðum og af því maður fær ekki að spyrja sérfræðinga eins og Harald langar mig til að spyrja þig:
Þegar óróagröfin eru skoðuð sést að rétt fyrir gosið núna var 0,5-1 Hz línan (rauð) hæst en hún er yfirleitt í miðjunni. Hún skilur sig þó ekki alveg frá hinum eins og var rétt fyrir gos. Hvernig skyldi þetta vera túlkað - hefurðu hugmynd?
Er annars eldfjallið bara að fylla á tankinn og undirbúa næstu lotu. Það gubbar ekki en garnagaulið er hávært!
Kveðja
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 20.4.2010 kl. 21:16
Sæll Ragnar. Ég er ekkert vel að mér í þessum fræðum, raunar óþægilega fáfróður.
Óróagröfunum hefur Haraldur lýst mjög vel á bloggsíðunni sinni, http://vulkan.blog.is, fjallaði um það í gær, 19. apríl.
Ég held að jarðfræðingar viti í raun og veru ekkert hvað tíðnin í þessum gröfum segir annað en að þegar hreyfing verður á kviku mælist hún á tækjunum. Annars vísa ég bara á bloggið hans Haraldar. Ég myndi í þínum sporum fylgjast vel með blogginu hans, það geri ég og læri heilmikið.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.4.2010 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.