Stórkostlegar gosmyndir frá NASA
18.4.2010 | 15:10
NASA er með gervihnöttinn Aqua svífandi fyrir ofan jörðu og hann tók þessa stórkostlegu mynd af gosinu í Eyjafjallajökli kl. 13:20 í gær, laugardaginn 17. apríl.
Myndin hefur þegar verið birt hér á landi á stjörnufræðivefnum, stjornuskodu.blog.is, afar fróðlegum vef.
Áhugavert er að sjá skuggamyndirnar í miðju mökksins, rétt eins og þarna sé gamall bíll að fara í gang með tilheyrandi sprengingum.
Það sem vekur mest athygli mína er að eldgosið er auðvitað náttúruleg mengun. Við henni er ekkert að gera. Sú mengun sem við völdumætti að vera viðráðanlegra vandamál. Hún sést yfirleitt ekki eins vel og reykur úr svona háfi.
Stóra myndin af landinu er einstaklega fögur. Vart ský að sjá yfir því öllu.
Tökum eftir hvernig snjólínan liggur um Suður- og Vesturland með einstaka snjólausum köflum í Austur-Skaftafellssýslu, Dölum, Vestfjörðum og Vestur-Húnavatnssýslu.
Svona kemur líklega vorið að sunnan. Þetta áttar maður sig á eftir að hafa búið í nokkurn tíma úti á landi.
Sjá nánar slóð sem vísar á Flickr, http://www.flickr.com/photos/gsfc/sets/72157623862023918/. Þetta er slóð, ekki linkur. Á í vanda með að láta linka virka hér á blogginu.
Eldgosið truflar ekki Discovery | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.