Gríðarlegir möguleikar markaðsmálum

Þegar leit út fyrir að leiðtogafundurinn í Höfða 1986 hefði farið út um þúfur fór um íslenska ráðmenn. Síst af öllu vildu þeir að Ísland yrði minnst fyrir misheppnaðan fund sem átti að tryggja framtíð með án kjarnorkuógnunar. Síðar kom í ljós að fundurinn hafði ekki verið svo slæmur jafnvel þó aðalritari sovéska kommúnistaflokksins hefði yfirgefið hann hálf fúll.

Þegar bankarnir hrundu leit út fyrir að Ísland hefði fengið mjög slæma kynningu á alþjóðlegum vettvangi. Og það var vissulega rétt. Hins vegar gerðist það sem fáir bjuggust við, áhugi fólks á ferðum til Íslands dvínaði ekki. Þvert á móti hefur hann vaxið.

Nú bölva margi Íslandi vegna þess að yfir Evrópu flýgur varla flugvél. Fjöldi allur er strandaglópur hér og þar um heiminn. Eina ráðið er að ferðast á seinlegan máta á landi og sjó. Hins vegar er Ísland daglega í umræðunni rétt eins og í kjölfarið á leiðtogafundinum í Höfða og eftir bankahrunið.

Getum við snúið þessari athygli sem beinist að landi og þjóð okkur til framdrátta? Getum við aukið kynninguna og selt meira af vöru og þjónustu svo ekki sé talað um ferðir til landsins?

Nú þurfa stjórnvöld að skoða stöðuna, markaðsmenn að kanna möguleikana og PR fólk að setja heilann í bleyti. 

Auðvitað eru sóknartækifæri í stöðunni, látum ekki öskuna byrja okkur sýn.


mbl.is Ísland ofarlega í huga ferðalanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála nafni en hvers vegna tileinkum við þessar náttúruhamfarir okkur íslendingum það er hnötturinn sem talar en ekki einstök þjóð.

Sigurður Haraldsson, 16.4.2010 kl. 22:19

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála Sigurði, þetta hefur ekkert með Íslendinga að gera. Tekur remban engan enda ?

Finnur Bárðarson, 17.4.2010 kl. 00:01

3 identicon

Remb, remb ... segi ekki meira.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband