Lónið fullt af leir og vegurinn ónýtur

100416_loni_fullt_c.jpg
Vegurinn í Þórsmörk og Goðaland er á stórum kafla ónýtur. sérstaklega á það við fyrir neðan Lónið sem einu sinni var og heit. Það er nú horfið, gjörsamlega farið. Þess í stað er komin löng brekka frá jökultá og fram að jökulgarði. Lónbrekka.
 
Þetta má glögglega sjá á myndinni sem fengin er af vefmyndavél Vodafone um hádegi í dag. 

Á myndina hef ég dregið eftir minni vegina. Þann sem áður lá upp í Lón og síðan svokallað neðri leið. Ég held að Jökuláin liggi þarna á svipuðum slóðum og hún gerði fyrir gos.

Neðst á myndinni má svo sjá Krossá sem rekur sig á árkeiluna eða öllu heldur leirkeiluna sem orðið hefur til vegna hlaupsins. Áin beygir þarna framhjá henni og sameinast svo Markarfljóti skammt fyrir neðan.

100416_eyjafjallajokull_lon_og_vegur_981982.jpg

Neðri myndin er af Eyjafjallajöki og lóninu. Þarna er Lónið í ósköp góðu standi og veit ekkert af því sem er yfirvofandi.

Á myndina reyndi ég líka að draga vegina.

Og hvernig skyldi staðan vera þarna? Er lokað inn í Þórsmörk og Goðaland í sumar? Er einhver leið að leggja veg um leirburðinn úr Lóninu?

Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hversu mikið er Eyjafjallajökli mál? Fullyrða má að stór hluti mannkyns er búinn að fá nóg af þessum ósköpum.


mbl.is Nýtt flóð á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband