Lónið fullt af leir og vegurinn ónýtur
16.4.2010 | 18:42
Á myndina hef ég dregið eftir minni vegina. Þann sem áður lá upp í Lón og síðan svokallað neðri leið. Ég held að Jökuláin liggi þarna á svipuðum slóðum og hún gerði fyrir gos.
Neðst á myndinni má svo sjá Krossá sem rekur sig á árkeiluna eða öllu heldur leirkeiluna sem orðið hefur til vegna hlaupsins. Áin beygir þarna framhjá henni og sameinast svo Markarfljóti skammt fyrir neðan.
Neðri myndin er af Eyjafjallajöki og lóninu. Þarna er Lónið í ósköp góðu standi og veit ekkert af því sem er yfirvofandi.
Á myndina reyndi ég líka að draga vegina.
Og hvernig skyldi staðan vera þarna? Er lokað inn í Þórsmörk og Goðaland í sumar? Er einhver leið að leggja veg um leirburðinn úr Lóninu?
Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hversu mikið er Eyjafjallajökli mál? Fullyrða má að stór hluti mannkyns er búinn að fá nóg af þessum ósköpum.
Nýtt flóð á leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.